Lögreglan leitar að ástæðu morðanna 8. september 2012 04:00 Blaðamenn og ljósmyndarar önnum kafnir að skoða staðinn og taka myndir.nordicphotos/AFP Franska lögreglan vonast til þess að tvær ungar stúlkur geti veitt lögreglu einhverjar upplýsingar sem gagnast mættu til að hafa hendur í hári árásarmannanna, sem myrtu foreldra þeirra þar sem þau voru á ferðalagi í Frakklandi. Enn er ekkert vitað um ástæðu árásarinnar eða hvort einn eða fleiri stóðu að verki. Breskir fjölmiðlar töldu í gær grun hafa beinst að Zaid al Hilli, bróður hins myrta Saads al Hilli, en þeir bræður voru sagðir hafa átt í hörðum deilum um peningamál. Zaid sagði á síðasta ári upp störfum í fyrirtæki bróður síns í Bretlandi, þar sem fjölskyldan bjó. Hann hafði hins vegar samband við lögregluna í Bretlandi og sagði ekkert hæft í því að hann ætti í deilum við bróður sinn. Breska lögreglan hefur ekki séð ástæðu til að handtaka hann. Árásarmennirnir myrtu Zaid, eiginkonu hans og sænska konu, sem einnig var í bifreiðinni, ásamt breskum hjólreiðamanni, sem bjó í næsta nágrenni og virðist hafa komið að árásarstaðnum fyrir tilviljun. Öll voru þau skotin í höfuðið, að minnsta kosti þremur skotum var skotið í hvert þeirra en alls var 25 skotum hleypt af í árásinni. Stúlkurnar tvær, sem eru fjögurra og sjö ára, lifðu af árásina, sú yngri með því að fela sig undir fótum móður sinnar í bifreiðinni, en sú eldri liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi með skotsár á öxl og meiðsli á höfði. Málið tengist mörgum löndum og hefur lögreglan í að minnsta kosti þremur þeirra tekið þátt í rannsókninni. Fjölskyldan bjó í Bretlandi en var ættuð frá Írak og Svíþjóð. Breski hjólreiðamaðurinn bjó í Frakklandi, í næsta námunda við morðin, en ekki er talið að hann hafi haft nein tengsl við Zaid og fjölskyldu hans.- gb Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Franska lögreglan vonast til þess að tvær ungar stúlkur geti veitt lögreglu einhverjar upplýsingar sem gagnast mættu til að hafa hendur í hári árásarmannanna, sem myrtu foreldra þeirra þar sem þau voru á ferðalagi í Frakklandi. Enn er ekkert vitað um ástæðu árásarinnar eða hvort einn eða fleiri stóðu að verki. Breskir fjölmiðlar töldu í gær grun hafa beinst að Zaid al Hilli, bróður hins myrta Saads al Hilli, en þeir bræður voru sagðir hafa átt í hörðum deilum um peningamál. Zaid sagði á síðasta ári upp störfum í fyrirtæki bróður síns í Bretlandi, þar sem fjölskyldan bjó. Hann hafði hins vegar samband við lögregluna í Bretlandi og sagði ekkert hæft í því að hann ætti í deilum við bróður sinn. Breska lögreglan hefur ekki séð ástæðu til að handtaka hann. Árásarmennirnir myrtu Zaid, eiginkonu hans og sænska konu, sem einnig var í bifreiðinni, ásamt breskum hjólreiðamanni, sem bjó í næsta nágrenni og virðist hafa komið að árásarstaðnum fyrir tilviljun. Öll voru þau skotin í höfuðið, að minnsta kosti þremur skotum var skotið í hvert þeirra en alls var 25 skotum hleypt af í árásinni. Stúlkurnar tvær, sem eru fjögurra og sjö ára, lifðu af árásina, sú yngri með því að fela sig undir fótum móður sinnar í bifreiðinni, en sú eldri liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi með skotsár á öxl og meiðsli á höfði. Málið tengist mörgum löndum og hefur lögreglan í að minnsta kosti þremur þeirra tekið þátt í rannsókninni. Fjölskyldan bjó í Bretlandi en var ættuð frá Írak og Svíþjóð. Breski hjólreiðamaðurinn bjó í Frakklandi, í næsta námunda við morðin, en ekki er talið að hann hafi haft nein tengsl við Zaid og fjölskyldu hans.- gb
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira