Erlent

Lögreglan leitar að ástæðu morðanna

Blaðamenn og ljósmyndarar önnum kafnir að skoða staðinn og taka myndir.nordicphotos/AFP
Blaðamenn og ljósmyndarar önnum kafnir að skoða staðinn og taka myndir.nordicphotos/AFP
Franska lögreglan vonast til þess að tvær ungar stúlkur geti veitt lögreglu einhverjar upplýsingar sem gagnast mættu til að hafa hendur í hári árásarmannanna, sem myrtu foreldra þeirra þar sem þau voru á ferðalagi í Frakklandi.

Enn er ekkert vitað um ástæðu árásarinnar eða hvort einn eða fleiri stóðu að verki.

Breskir fjölmiðlar töldu í gær grun hafa beinst að Zaid al Hilli, bróður hins myrta Saads al Hilli, en þeir bræður voru sagðir hafa átt í hörðum deilum um peningamál. Zaid sagði á síðasta ári upp störfum í fyrirtæki bróður síns í Bretlandi, þar sem fjölskyldan bjó. Hann hafði hins vegar samband við lögregluna í Bretlandi og sagði ekkert hæft í því að hann ætti í deilum við bróður sinn. Breska lögreglan hefur ekki séð ástæðu til að handtaka hann.

Árásarmennirnir myrtu Zaid, eiginkonu hans og sænska konu, sem einnig var í bifreiðinni, ásamt breskum hjólreiðamanni, sem bjó í næsta nágrenni og virðist hafa komið að árásarstaðnum fyrir tilviljun.

Öll voru þau skotin í höfuðið, að minnsta kosti þremur skotum var skotið í hvert þeirra en alls var 25 skotum hleypt af í árásinni.

Stúlkurnar tvær, sem eru fjögurra og sjö ára, lifðu af árásina, sú yngri með því að fela sig undir fótum móður sinnar í bifreiðinni, en sú eldri liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi með skotsár á öxl og meiðsli á höfði.

Málið tengist mörgum löndum og hefur lögreglan í að minnsta kosti þremur þeirra tekið þátt í rannsókninni. Fjölskyldan bjó í Bretlandi en var ættuð frá Írak og Svíþjóð. Breski hjólreiðamaðurinn bjó í Frakklandi, í næsta námunda við morðin, en ekki er talið að hann hafi haft nein tengsl við Zaid og fjölskyldu hans.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×