Erlent

Milljarður í uppbyggingu í Útey

Útey 1.200 milljónir fara í uppbyggingu í Útey en framkvæmdir hefjast í haust. 
fréttablaðið/ap
Útey 1.200 milljónir fara í uppbyggingu í Útey en framkvæmdir hefjast í haust. fréttablaðið/ap
Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins ætlar að eyða sextíu milljónum norskra króna í uppbyggingu í Útey. Það eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna.

Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingarinnar, tilkynnti þetta í gær. Hann sagði að sumarbúðir þeirra myndu halda áfram í eyjunni, það væri besta leiðin til þess að heiðra minningu þeirra 69 ungmenna sem voru myrt þar í fyrra.

Um fjörutíu milljónir norskra króna hafa safnast í sjóð ungliðahreyfingarinnar síðan í fyrra.

Samkvæmt uppbyggingartillögum á að byggja nýja aðalbyggingu í eyjunni. Þar verður fyrirlestrarsalur, fundarherbergi, matsalur og eldhús meðal annars. Þá verður gerð ný strönd og ýmislegt verður lagfært, eins og knattspyrnu- og blakvellir. Þá verða gerðar breytingar á tjaldsvæðinu og lýsingu þar verður breytt. Nýjar byggingar verða byggðar með svefnaðstöðu. Að auki er gert ráð fyrir að í eyjunni rísi útisvið fyrir tónleika og aðra viðburði. Bygging sem hýsti matsal eyjunnar verður rifin.

Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist í haust. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×