Erlent

Fólk sektað fyrir að blóta

Vegfarendur í Brussel í Belgíu þurfa nú að gæta að orðbragði sínu. Sektir, 75 til 250 evrur, liggja nú við ljótu orðbragði og skammaryrðum í garð annarra á götum úti.

Talsmaður borgarstjórans segir dómstóla ekki hafa annað slíkum málum hingað til og þess vegna hafi margir lögreglumenn ekki séð ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þeirra.

Í heimildarmynd belgíska leikstjórans Sofie Peeters er varpað ljósi á árekstra borgaranna sem kvikmyndaðir voru án þeirra vitneskju, að því er telegraph.uk.co greinir frá.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×