Ekkert öðruvísi að búa á eldfjallasvæði 17. ágúst 2012 08:00 Elín Einarsdóttir segir íbúa í Vík í Mýrdal ekki óttast Kötlu, heldur búa með henni í sátt og samlyndi. „Maður fær með móðurmjólkinni hvernig það er að búa við rætur eldfjalls,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar í Mýrdalshreppi og deildarstjóri í grunnskólanum í Vík í Mýrdal. „Þetta er svo sem ekkert öðruvísi en annars staðar. Að minnsta kosti ekki fyrir þá sem eru fæddir og uppaldir á svæðinu.“ Samkvæmt forgangsröðun Veðurstofu Íslands yfir hættuleg eldfjallakerfi á landinu er Katla meðal þeirra fjalla sem eru í hæsta hættustigi. Hún gaus síðast 1918 og hefur gosið að jafnaði á um áttatíu ára fresti. Eldstöðin sjálf er um áttatíu ferkílómetrar að flatarmáli. „Allir þekkja Kötlu og maður heyrir sögur af henni. Afi minn upplifði gosið árið 1918 og maður ólst upp við þessar aðstæður,“ segir Elín. „En við upplifum okkur örugg því við eigum mjög góðar viðbragðsáætlanir og það eru allir viðbragðsaðilar hér heima í héraði.“ Elín segir þó gagnrýnivert að engin lögregla sé lengur til staðar í Vík. Sveitarstjórnin hefur barist fyrir því síðustu misseri að fá lögreglu í umdæmið. „Það er mikið öryggisatriði að hafa lögreglu því hún hefur formlegt vald,“ segir hún. „Björgunarsveitarmaður hefur til dæmis ekki formlegt vald. Við upplifðum þetta sjónrænt þegar brúin yfir Múlakvísl fór og það var engin lögregla á staðnum. Þá lentu björgunarsveitarmenn í vandræðum með borgarana því þeir neituðu að stöðva fyrir þeim.“ Börn á svæðinu eru með allt á hreinu hvað varðar viðbragðsáætlanir ef ske kynni að Katla færi að gjósa. Að sögn Elínar finnst þeim það miklu meira spennandi heldur en að þau séu óttaslegin við fjallið. Annað eldstöðvakerfi í efsta hættuflokki er Svartsengi á Reykjanesi, við Grindavík. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir menn í bænum vel meðvitaða um náttúruna í kring, bæði það sem kemur inn af sjónum og hvað hraunið geymir undir sér. „Það eru rýmingaráætlanir í skólum og svo erum við í miklu samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, sem er ein besta almannavarnamanneskja á svæðinu,“ segir hann. sunna@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Maður fær með móðurmjólkinni hvernig það er að búa við rætur eldfjalls,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar í Mýrdalshreppi og deildarstjóri í grunnskólanum í Vík í Mýrdal. „Þetta er svo sem ekkert öðruvísi en annars staðar. Að minnsta kosti ekki fyrir þá sem eru fæddir og uppaldir á svæðinu.“ Samkvæmt forgangsröðun Veðurstofu Íslands yfir hættuleg eldfjallakerfi á landinu er Katla meðal þeirra fjalla sem eru í hæsta hættustigi. Hún gaus síðast 1918 og hefur gosið að jafnaði á um áttatíu ára fresti. Eldstöðin sjálf er um áttatíu ferkílómetrar að flatarmáli. „Allir þekkja Kötlu og maður heyrir sögur af henni. Afi minn upplifði gosið árið 1918 og maður ólst upp við þessar aðstæður,“ segir Elín. „En við upplifum okkur örugg því við eigum mjög góðar viðbragðsáætlanir og það eru allir viðbragðsaðilar hér heima í héraði.“ Elín segir þó gagnrýnivert að engin lögregla sé lengur til staðar í Vík. Sveitarstjórnin hefur barist fyrir því síðustu misseri að fá lögreglu í umdæmið. „Það er mikið öryggisatriði að hafa lögreglu því hún hefur formlegt vald,“ segir hún. „Björgunarsveitarmaður hefur til dæmis ekki formlegt vald. Við upplifðum þetta sjónrænt þegar brúin yfir Múlakvísl fór og það var engin lögregla á staðnum. Þá lentu björgunarsveitarmenn í vandræðum með borgarana því þeir neituðu að stöðva fyrir þeim.“ Börn á svæðinu eru með allt á hreinu hvað varðar viðbragðsáætlanir ef ske kynni að Katla færi að gjósa. Að sögn Elínar finnst þeim það miklu meira spennandi heldur en að þau séu óttaslegin við fjallið. Annað eldstöðvakerfi í efsta hættuflokki er Svartsengi á Reykjanesi, við Grindavík. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir menn í bænum vel meðvitaða um náttúruna í kring, bæði það sem kemur inn af sjónum og hvað hraunið geymir undir sér. „Það eru rýmingaráætlanir í skólum og svo erum við í miklu samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, sem er ein besta almannavarnamanneskja á svæðinu,“ segir hann. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira