Egyptar kjósa forseta 23. maí 2012 07:30 Muhammed Mursi, forsetaefni Bræðralags múslima, hefur stundað öfluga kosningabaráttu. Fréttablaðið/AP Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar í Egyptalandi hefjast í dag. Strangtrúaðir íslamistar og fulltrúar gömlu valdaklíkunnar keppa við lýðræðissinna. Arabíska vorið, sem svo hefur verið nefnt, hófst með látum í byrjun síðasta árs. Almenningur reis upp gegn valdaklíkum sem stjórnað höfðu áratugum saman. Stjórnin í Túnis féll fyrst, strax í janúar, og svo kom röðin að Egyptalandi. Hosni Mubarak hraktist frá völdum í febrúar og var dreginn fyrir dóm í ágúst. Réttarhöldin standa enn yfir. Og nú er komið að forsetakosningum í Egyptalandi. Þær verða haldnar í dag og á morgun, en efnt verður til seinni umferðar í júní milli tveggja efstu ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta. Þrettán frambjóðendur sækjast eftir embættinu, en fjórir þeirra þykja sigurstranglegastir. Átakalínurnar eru ekki einfaldar, því annars vegar keppa íslamistar við fulltrúa hersins, sem hefur farið með öll völd í landinu í næstum því sex áratugi, en hins vegar vilja lýðræðissinnar, jafnt trúaðir sem veraldlega sinnaðir, koma í veg fyrir að andlýðræðisleg öfl úr röðum beggja komist til valda. Íslamistar eru með yfirgnæfandi meirihluta á nýkjörnu þingi, en skoðanakannanir benda til þess að lýðræðissinnar fái meira fylgi en strangtrúarsinnar eða herforingjar. Þannig virðist Amr Moussa njóta meira fylgis en Ahmed Shafik og sömuleiðis virðist Abdel Moneim Aboul Fotouh njóta meira fylgis en Muhammed Mursi. Þótt Moussa hafi í eina tíð verið utanríkisráðherra í stjórn Hosni Mubaraks hefur hann lagt áherslu á lýðræði og frjálslyndi, öfugt við Shafik sem virðist fyrst og fremst halda tryggð við hina gömlu valdaklíku hersins. Þá hefur Fotouh lagt áherslu á íslamska lýðræðisstjórn, öfugt við Mursi sem vill halda fast við strangar reglur íslamstrúar. Á Vesturlöndum óttast margir íslamista og telja jafnvel að íslam og lýðræði hljóti að vera andstæður, en í löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar er vart við öðru að búast en lýðræðissinnar aðhyllist íslamska trú. Fyrirmynd margra lýðræðissinna í Egyptalandi, eins og víðar í löndum „arabíska vorsins“, er Tyrkland þar sem Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hefur sagt íslamska lýðræðisstefnu sína sambærilega við stefnu kristilegra demókrataflokka í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þótt nýtt þing hafi nú setið í nokkrar vikur bíður ríkisstjórnarmyndun þangað til úrslit fást í forsetakosningum, því sigurvegarinn fær það hlutverk að velja forsætisráðherra. Herforingjaráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá því Mubarak hrökklaðist frá, hefur síðan lofað því að fara frá völdum um leið og ný ríkisstjórn er orðin starfhæf. Herforingjarnir leggja einnig áherslu á að fólk sætti sig við niðurstöðu forsetakosninganna, hver sem hún verður: „Lýðræðisferlið í Egyptalandi er að stíga sín fyrstu skref og við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að árangur náist,“ segir í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar í Egyptalandi hefjast í dag. Strangtrúaðir íslamistar og fulltrúar gömlu valdaklíkunnar keppa við lýðræðissinna. Arabíska vorið, sem svo hefur verið nefnt, hófst með látum í byrjun síðasta árs. Almenningur reis upp gegn valdaklíkum sem stjórnað höfðu áratugum saman. Stjórnin í Túnis féll fyrst, strax í janúar, og svo kom röðin að Egyptalandi. Hosni Mubarak hraktist frá völdum í febrúar og var dreginn fyrir dóm í ágúst. Réttarhöldin standa enn yfir. Og nú er komið að forsetakosningum í Egyptalandi. Þær verða haldnar í dag og á morgun, en efnt verður til seinni umferðar í júní milli tveggja efstu ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta. Þrettán frambjóðendur sækjast eftir embættinu, en fjórir þeirra þykja sigurstranglegastir. Átakalínurnar eru ekki einfaldar, því annars vegar keppa íslamistar við fulltrúa hersins, sem hefur farið með öll völd í landinu í næstum því sex áratugi, en hins vegar vilja lýðræðissinnar, jafnt trúaðir sem veraldlega sinnaðir, koma í veg fyrir að andlýðræðisleg öfl úr röðum beggja komist til valda. Íslamistar eru með yfirgnæfandi meirihluta á nýkjörnu þingi, en skoðanakannanir benda til þess að lýðræðissinnar fái meira fylgi en strangtrúarsinnar eða herforingjar. Þannig virðist Amr Moussa njóta meira fylgis en Ahmed Shafik og sömuleiðis virðist Abdel Moneim Aboul Fotouh njóta meira fylgis en Muhammed Mursi. Þótt Moussa hafi í eina tíð verið utanríkisráðherra í stjórn Hosni Mubaraks hefur hann lagt áherslu á lýðræði og frjálslyndi, öfugt við Shafik sem virðist fyrst og fremst halda tryggð við hina gömlu valdaklíku hersins. Þá hefur Fotouh lagt áherslu á íslamska lýðræðisstjórn, öfugt við Mursi sem vill halda fast við strangar reglur íslamstrúar. Á Vesturlöndum óttast margir íslamista og telja jafnvel að íslam og lýðræði hljóti að vera andstæður, en í löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar er vart við öðru að búast en lýðræðissinnar aðhyllist íslamska trú. Fyrirmynd margra lýðræðissinna í Egyptalandi, eins og víðar í löndum „arabíska vorsins“, er Tyrkland þar sem Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hefur sagt íslamska lýðræðisstefnu sína sambærilega við stefnu kristilegra demókrataflokka í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þótt nýtt þing hafi nú setið í nokkrar vikur bíður ríkisstjórnarmyndun þangað til úrslit fást í forsetakosningum, því sigurvegarinn fær það hlutverk að velja forsætisráðherra. Herforingjaráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá því Mubarak hrökklaðist frá, hefur síðan lofað því að fara frá völdum um leið og ný ríkisstjórn er orðin starfhæf. Herforingjarnir leggja einnig áherslu á að fólk sætti sig við niðurstöðu forsetakosninganna, hver sem hún verður: „Lýðræðisferlið í Egyptalandi er að stíga sín fyrstu skref og við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að árangur náist,“ segir í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira