Í útrás með samfestinga eftir auglýsingu á Facebook 21. maí 2012 15:00 Bingó! Karl Garðarsson framleiðir samfestinga sem eru ekki einungis vinsælir meðal Íslendinga því hann hefur nú selt milli 7-800 stykki til Danmerkur. Fréttablaðið/hag „Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning