Í útrás með samfestinga eftir auglýsingu á Facebook 21. maí 2012 15:00 Bingó! Karl Garðarsson framleiðir samfestinga sem eru ekki einungis vinsælir meðal Íslendinga því hann hefur nú selt milli 7-800 stykki til Danmerkur. Fréttablaðið/hag „Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira
„Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Nú höfum við selt milli 7-800 galla til útlanda og eru Danirnir okkar helstu kúnnar. Það er miklu meira en við bjuggumst við og sýnir bara mátt samskiptasíðunnar og netsins," segir Karl en samfestingarnir fást einungis í vefversluninni Weezo.is. „Ástæðan fyrir að okkar gallar eru vinsælir er að við erum að selja þá á betra verði en er annars staðar. Okkar samfestingar eru frá 12 þúsund krónum en ég veit til þess að búðir úti eru að selja alveg eins galla á 30-35 þúsund krónur. Svo það borgar sig fyrir Danina að versla við okkur þrátt fyrir tolla og sendingarkostnað." Bómullarsamfestingurinn með hettu hefur verið vinsæll hjá frændum okkar í Skandinavíu um nokkurt skeið en það var síðasta sumar sem Íslendingar tóku við sér. Gallarnir eru framleiddir fyrir Karl í Kína. „Við sjáum greinilegt sölumunstur milli bæja úti á landi og ég held að við höfum selt fleiri samfestinga til Neskaupstaðar en fjöldi íbúa er þar. Nú eru Vestmannaeyjar að taka við sér en við höfum selt minnst til höfuðborgarsvæðisins. Ætli tískan sé ekki misjöfn milli landshluta?" Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar og óhætt er að segja að Karl hafi hitt naglann á höfuðið með því að hefja sölu samfestinganna. Nú veltir litla fyrirtækið hans tugum milljóna króna og reksturinn er orðinn fullt starf hjá Karli. „Þetta er dæmi um fyrirtæki sem var búið til úr engu. Við Íslendingar höfum verið lengi að kveikja á mætti netsins en þar þarf maður ekki að hafa mikið milli handana til að stofna fyrirtæki," segir Karl sem nú þegar er byrjaður að undirbúa stækkun merkisins. „Við stoppum ekki núna og ætlum að framleiða fleiri vörur í ætt við samfestingana innan skamms." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira