Hannes: Reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2012 06:00 Hannes mun verja mark KR-inga gegn Stjörnunni á sunnudagskvöldið. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, er kominn aftur til landsins eftir rúma mánaðardvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var hann í láni vegna meiðsla tveggja aðalmarkvarða liðsins. Hannes spilaði á endanum tvo leiki með Brann, einn í deildinni og einn í bikarnum. Brann vann þá báða og Hannes var sáttur við dvölina. „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig og hún á eftir að nýtast mér vel," sagði Hannes sem spilaði fyrsta og eina deildarleik sinn fáeinum dögum eftir að hann kom til Noregs. Honum gekk vel og Brann vann leikinn en það er reyndar eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en ég vissi strax frá upphafi að ég myndi aðeins spila þar til hinn markvörðurinn yrði klár – sem var strax eftir þennan leik sem ég spilaði," sagði hann við Fréttablaðið í gær. „Þetta voru eins og góðar æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk að æfa við toppaðstæður í einn mánuð og spilaði svo tvo leiki með varaliðinu þar að auki. Ég er í skýjunum með þessa reynslu og kem fljúgandi inn í Pepsi-deildina," sagði hann í léttum dúr. Hannes var að leysa markvörðinn Piotr Leciejewski af hólmi en hann er í miklum metum hjá Brann og félagið því ekki í markvarðarleit eins og er. „Hann er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Tilgangurinn hjá mér var því ekki að heilla forráðamenn Brann svo þeir myndu kaupa mig. Það er samt gott fyrir mig að einhver hafi tekið sénsinn á mér og þetta mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni ef eitthvað annað kemur upp, hjá hvaða félagi sem það verður." Í fjarveru Hannesar varð KR bæði deildabikarmeistari og meistari meistaranna og mátti því Hannes fagna árangrinum úr fjarlægð. „Ég fylgdist vel með og er auðvitað ánægður með báða titlana. Nú er kominn mikill fiðringur í magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni og spenningurinn mikill, eins og alltaf síðustu dagana áður en Íslandsmótið hefst ár hvert."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira