Ólsari keppir um gullskóinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2012 10:30 Aleksandrs Cekulajevs sést hér í búningi Víkings frá Ólafsvík. Mynd/Helgi Kristjánsson Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira