Erlent

Svíar óttast um munntóbakið

Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki. Um er að ræða efni sem samkvæmt munntóbaksframleiðandanum Swedish Match eru nauðsynleg fyrir munntóbakið, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá.

Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Maria Larsson, segir að nikótínmagnið hafi verið minnkað í sænska munntóbakinu og bragðefnin sett í staðinn.

Haft er eftir ráðherranum að sænsk stjórnvöld muni berjast gegn öllum tillögum sem ógna sænska munntóbakinu.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×