Skattalækkanir Halldór Árnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15 Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega.
Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15
Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun