Skattalækkanir Halldór Árnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15 Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega.
Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15
Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun