Íslenski boltinn

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

Guðmundur Marinó Ingvarsson í Krikanum skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
„Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.

„Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði FH. Við áttum erfitt uppdráttar, sérstaklega í fyrri hálfleik en það var 0-0 og við vorum ennþá inni í þessu.

„Hann byrjaði á að skalla mig og ég er greinilega ekki jafn óheiðarlegur og hann, henda mér niður eins og einhver pissudúkka. Ég átta mig engan vegin á þessu.

"Ég efast um að ég bjóði honum í afmælið mitt," sagði sjóðandi Jóhann Birnir spurður hvort málið yrði útkljáð síðar í Stapanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×