Einstakt sumar hjá Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2012 06:00 Atli Guðnason var frábær með FH-liðinu í sumar. en hér sést hann í leik á móti íA á Akranesi. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Atli Guðnason skrifaði sig á spjöld sögunnar í Pepsi-deildinni í sumar með því að slá öllum leikmönnum deildarinnar við í bæði markaskorun og því að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Atli fór á kostum með meistaraliði FH og var lykilmaður í því að Íslandsmeistarabikarinn er kominn í Krikann á nýjan leik. Í gær kom síðan í ljós að leikmenn deildarinnar höfðu kosið Atla besta leikmanninn. Atli skoraði tólf mörk sjálfur og átti að auki þrettán stoðsendingar á félaga sína. Hann kom því með beinum hætti að 25 mörkum FH-liðsins í sumar eða rétt tæplega helmingi marka Hafnarfjarðarliðsins. Tveir aðrir leikmenn komast einnig inn á báða topplista en það eru Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson (7 mörk og 9 stoðsendingar) og Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson (10 mörk og 6 stoðsendingar). Atli keppti um gullskóinn við Framarann Kristinn Inga Halldórsson í lokaumferðinni en hvorugur náði að skora og því nægði tólfta mark Atla frá því á móti ÍA í 20. umferðinni til þess að tryggja honum markakóngstitilinn. Atli var lengstum í sumar í baráttu við KR-inginn Óskar Örn Hauksson um að vinna stoðsendingarnar. Óskar Örn gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum og var með eina stoðsendingu í forskot á Atla eftir innbyrðisleik KR og FH 23. ágúst. Atli jafnaði Óskar Örn í næsta leik og átti síðan sigurinn vísan þegar Óskar Örn fór út til Noregs og spilaði ekki með KR í síðustu fimm leikjunum. Atli fór endanlega upp fyrir Óskar Örn með því að leggja upp tvö mörk í sigri FH á Keflavík. Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla frá og með sumrinu 1992 og Atli jafnaði einnig stoðsendingamet Tryggva Guðmundssonar frá 2008 með því að gefa sína þrettándu stoðsendingu í lokaleiknum á laugardaginn. Tryggvi var með sömu tölur og Atli þegar FH vann titilinn fyrir fjórum árum, gaf þá 13 stoðsendingar og skoraði 12 mörk. Tryggvi náði hins vegar ekki að vera markakóngur deildarinnar því bæði Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson (16) og KR-ingurinn Björgólfur Takefusa (14) skoruðu fleiri mörk en hann það sumar. Á toppnum á tveimur stöðumAtli Guðnason var bæði sá leikmaður sem skorað mest og lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla í sumar.Flest mörk Atli Guðnason, FH 12 Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 10 Björn Daníel Sverrisson, FH 9 Christian Steen Olsen, ÍBV 9 Garðar Bergmann Gunnlaugsson, ÍA 9 Kjartan Henry Finnbogason, KR 8 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 8Flestar stoðsendingar Atli Guðnason, FH 13 Óskar Örn Hauksson, KR 10 Rúnar Már Sigurjónsson, Val 9 Alex Freyr Hilmarsson, Grindavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Atli Guðnason skrifaði sig á spjöld sögunnar í Pepsi-deildinni í sumar með því að slá öllum leikmönnum deildarinnar við í bæði markaskorun og því að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Atli fór á kostum með meistaraliði FH og var lykilmaður í því að Íslandsmeistarabikarinn er kominn í Krikann á nýjan leik. Í gær kom síðan í ljós að leikmenn deildarinnar höfðu kosið Atla besta leikmanninn. Atli skoraði tólf mörk sjálfur og átti að auki þrettán stoðsendingar á félaga sína. Hann kom því með beinum hætti að 25 mörkum FH-liðsins í sumar eða rétt tæplega helmingi marka Hafnarfjarðarliðsins. Tveir aðrir leikmenn komast einnig inn á báða topplista en það eru Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson (7 mörk og 9 stoðsendingar) og Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson (10 mörk og 6 stoðsendingar). Atli keppti um gullskóinn við Framarann Kristinn Inga Halldórsson í lokaumferðinni en hvorugur náði að skora og því nægði tólfta mark Atla frá því á móti ÍA í 20. umferðinni til þess að tryggja honum markakóngstitilinn. Atli var lengstum í sumar í baráttu við KR-inginn Óskar Örn Hauksson um að vinna stoðsendingarnar. Óskar Örn gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum og var með eina stoðsendingu í forskot á Atla eftir innbyrðisleik KR og FH 23. ágúst. Atli jafnaði Óskar Örn í næsta leik og átti síðan sigurinn vísan þegar Óskar Örn fór út til Noregs og spilaði ekki með KR í síðustu fimm leikjunum. Atli fór endanlega upp fyrir Óskar Örn með því að leggja upp tvö mörk í sigri FH á Keflavík. Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla frá og með sumrinu 1992 og Atli jafnaði einnig stoðsendingamet Tryggva Guðmundssonar frá 2008 með því að gefa sína þrettándu stoðsendingu í lokaleiknum á laugardaginn. Tryggvi var með sömu tölur og Atli þegar FH vann titilinn fyrir fjórum árum, gaf þá 13 stoðsendingar og skoraði 12 mörk. Tryggvi náði hins vegar ekki að vera markakóngur deildarinnar því bæði Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson (16) og KR-ingurinn Björgólfur Takefusa (14) skoruðu fleiri mörk en hann það sumar. Á toppnum á tveimur stöðumAtli Guðnason var bæði sá leikmaður sem skorað mest og lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla í sumar.Flest mörk Atli Guðnason, FH 12 Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 10 Björn Daníel Sverrisson, FH 9 Christian Steen Olsen, ÍBV 9 Garðar Bergmann Gunnlaugsson, ÍA 9 Kjartan Henry Finnbogason, KR 8 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 8Flestar stoðsendingar Atli Guðnason, FH 13 Óskar Örn Hauksson, KR 10 Rúnar Már Sigurjónsson, Val 9 Alex Freyr Hilmarsson, Grindavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira