Sóley: "Jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi“ 2. október 2012 11:39 Sóley Tómasdótitr er alfarið á móti því að Gagnaveit Reykjavíkurborgar verði seld. „Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. RÚV greindi frá því á síðasta ári að Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð sem einkahlutafélag árið 2007 og er að fullu í eigu Orkuveitunnar en skilið er á milli bókhalds þessara tveggja fyrirtækja. Gagnaveitan rekur gagnaflutningskerfi, meðal annars ljósleiðaratengingar, sem nær frá Bifröst í Borgarfirði til Vestmannaeyja og var skilgreind sem kjarnastarfsemi innan Orkuveitunnar þar til í haust. Engu að síður er mikill vilji innan stjórnar til þess að selja hlut í veitunni, þannig hefur Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lýst því yfir að hann vilji selja fyrirtækið til þess að rétta af bága stöðu Orkuveitunnar sem hefur gengið í gegnum miklar aðhaldsaðgerðir eftir hrun. Sóley segir Orkuveitu Reykjavíkur eiga fjölmargt annað sem megi selja. Hún bendir á Perluna, Orkuveituhúsið og svo Magma-skuldabréf sem metið er á tæpa átta milljarða króna. „Það sem við þurfum er lausafé, og við þurfum það núna, það viðurkenni ég vel. Þess vegna eigum við að leggja höfuðáherslu á að selja það sem seljanlegt er, einmitt til þess að verja innviði á borð við Gagnaveituna." segir Sóley og telur hina kostina betri í stöðunni. Hún bendir ennfremur á að einkavæðing sé þrepaskipt. Sóley segir að það megi vera að meirihluti borgarstjórnar, Besti flokkurinn og Samfylkingin, líti svo á að félagið verði áfram í meirihlutaeigu almennings, „en það er ansi grunnhyggið að halda að 51% eignarhlutur tryggi það til langs tíma. Einn góðan veðurdag kemst Sjálfstæðisflokkurinn til valda og mun þá þakka núverandi meirihluta fyrir að hafa unnið forvinnuna. " segir Sóley. Málið verður næst tekið fyrir í borgarráði næstkomandi fimmtudag. Þá þurfa önnur sveitarfélög, sem eiga í Orkuveitunni, einnig að kynna máli fyrir sínum bæjarfulltrúum. Tengdar fréttir Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. RÚV greindi frá því á síðasta ári að Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð sem einkahlutafélag árið 2007 og er að fullu í eigu Orkuveitunnar en skilið er á milli bókhalds þessara tveggja fyrirtækja. Gagnaveitan rekur gagnaflutningskerfi, meðal annars ljósleiðaratengingar, sem nær frá Bifröst í Borgarfirði til Vestmannaeyja og var skilgreind sem kjarnastarfsemi innan Orkuveitunnar þar til í haust. Engu að síður er mikill vilji innan stjórnar til þess að selja hlut í veitunni, þannig hefur Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lýst því yfir að hann vilji selja fyrirtækið til þess að rétta af bága stöðu Orkuveitunnar sem hefur gengið í gegnum miklar aðhaldsaðgerðir eftir hrun. Sóley segir Orkuveitu Reykjavíkur eiga fjölmargt annað sem megi selja. Hún bendir á Perluna, Orkuveituhúsið og svo Magma-skuldabréf sem metið er á tæpa átta milljarða króna. „Það sem við þurfum er lausafé, og við þurfum það núna, það viðurkenni ég vel. Þess vegna eigum við að leggja höfuðáherslu á að selja það sem seljanlegt er, einmitt til þess að verja innviði á borð við Gagnaveituna." segir Sóley og telur hina kostina betri í stöðunni. Hún bendir ennfremur á að einkavæðing sé þrepaskipt. Sóley segir að það megi vera að meirihluti borgarstjórnar, Besti flokkurinn og Samfylkingin, líti svo á að félagið verði áfram í meirihlutaeigu almennings, „en það er ansi grunnhyggið að halda að 51% eignarhlutur tryggi það til langs tíma. Einn góðan veðurdag kemst Sjálfstæðisflokkurinn til valda og mun þá þakka núverandi meirihluta fyrir að hafa unnið forvinnuna. " segir Sóley. Málið verður næst tekið fyrir í borgarráði næstkomandi fimmtudag. Þá þurfa önnur sveitarfélög, sem eiga í Orkuveitunni, einnig að kynna máli fyrir sínum bæjarfulltrúum.
Tengdar fréttir Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47