Viðskipti innlent

Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun taka málið til umfjöllunar á fundi síðar í þessum mánuði, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Vonir standa til þess að fyrir hlutinn fáist í það minnsta tveir og hálfur milljarður, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Í fjárhagsáætlun Orkuveitunnar er gert fyrir sölu eigna upp á ríflega fimm milljarða króna á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×