Íslenski boltinn

Skemmtilegt sigurmyndband frá Völsungi

Völsungur frá Húsavík kom skemmtilega á óvart með því að vinna 2. deildina í sumar en frammistaða liðsins innan sem utan vallar vakti mikla athygli. Það var ekki bara að leikmenn liðsins stæðu sig frábærlega á vellinum því umgjörðin í kringum liðið var einnig frábær.

Stuðningsmannasveitin Græni herinn flengdist með liðinu út um allt land í sumar og voru leikir liðsins teknir upp og skemmtileg myndbönd gerð í kjölfarið.

Bæjarbúar þjöppuðu sér vel á bak við liðið í lokaleiknum gegn Njarðvík þar sem Völsungur tryggði sér deildarmeistaratitilinn með 2-1 sigri.

Græni herinn var með fimm myndavélar á leiknum og hefur nú gefið út glæsilegt myndband um leikinn þar sem stemningin fyrir og eftir leik eru gerð góð skil ásamt leiknum sjálfum. Í honum skorar fyrirliði Völsunga, Hrannar Björn Steingrímsson, meðal annars gull af marki.

Frábært framtak hjá Húsvíkingum en myndbandið skemmtilega má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×