Kári: Íslensk heilbrigðisþjónusta verri en í nágrannaríkjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 18:12 Kári Stefánsson. Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira