Kári: Íslensk heilbrigðisþjónusta verri en í nágrannaríkjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 18:12 Kári Stefánsson. Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira