Íslenski boltinn

KSÍ vildi ekki að Heimir tæki við Stjörnunni

Heimir og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Heimir og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í viðtali í Boltanum í morgun að KSÍ hafi sett sig upp á móti því að Heimir Hallgrímsson tæki við þjálfarastarfinu hjá félaginu. Heimir er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Að sögn Almars sýndi Heimir því áhuga að taka við Stjörnunni en nú er ljóst að ekkert verður af því. Almar vonast til að finna eftirmann Bjarna Jóhannssonar innan tíðar en greint var frá því í gær að Bjarni væri hættur með félagið.

Hlusta má á viðtal Hjartar Hjartarsonar við Almar hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×