Börn fara á mis við íslenskan veruleika 1. október 2012 03:00 Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira