Börn fara á mis við íslenskan veruleika 1. október 2012 03:00 Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira