Leið Íslands getur verið fyrirmynd annarra þjóða 17. september 2012 03:00 Fyrsta Íslandsheimsóknin Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, hafði stutta viðdvöl á Íslandi þar sem hann ræddi meðal annars við Össur Skarphéðinsson og Katrínu Júlíusdóttur. Fréttablaðið/Stefán Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, sótti Ísland heim í lok síðustu viku. Í samtali við Fréttablaðið segir hann upprisu Íslands eftir hrun hafa komið ánægjulega á óvart og önnur lönd líti til þess hvernig til hafi tekist. Hann segist aukinheldur vonast til þess að pólitísk lausn finnist á makríldeilunni, þar sem Danir eru í sérstakri stöðu sem ESB-land og einnig í ríkjasambandi við Færeyjar. Søvndal tók við embætti fyrir tæpu ári eftir sigur vinstri flokkanna í þingkosningunum. Hann hefur leitt Sósíalíska þjóðarflokkinn (SF) frá árinu 2005, en sagði af sér formannsembættinu fyrir nokkrum dögum. Hann segist oft hafa millilent hér á landi á leið til Grænlands, en hefur ekki staldrað lengi við hér áður. "Ég hef haft standandi heimboð frá góðvini mínum Steingrími J. Sigfússyni, og það gleður mig að koma loks, enda tengi ég Ísland við heitar uppsprettur, íslenska hestinn og mjög fallega náttúru." Søvndal hitti nokkra af ráðamönnum Íslands hér á landi, til dæmis starfsbróður sinn Össur Skarphéðinsson. "Við ræddum nokkur af okkar helstu málum. Til dæmis tengslin við ESB, þar sem við Danir vorum í forystu fyrri hluta ársins. Við viljum gjarnan greiða götu Íslands í þeim efnum, ef Íslendingar ákveða að fara þá leið, sem er að sjálfsögðu ákvörðun íslensku þjóðarinnar. Þá viljum við gjarna hjálpa til við að leysa makríldeiluna og vera milligönguaðili ef við getum. Þá ræddum við að sjálfsögðu málefni norðurslóða þar sem við höfum brýnna sameiginlegra hagsmuna að gæta." Søvndal bætir því við að Danmörk og Ísland hafi annars mjög nána samvinnu á alþjóðavettvangi þannig að á allt litið sé margt fram undan í þeim málum. Upprisa Íslands fyrirmyndRáðherrann hitti einnig Katrínu Jakobsdóttur menningar- og menntamálaráðherra og varaformann Vinstri grænna, sem er systurflokkur SF. Meðal þess sem barst í tal var staðan á Íslandi fjórum árum eftir hrun. ?Okkur finnst afar mikið koma til þess hvernig Ísland, sem var eitt af þeim löndum sem urðu hvað verst úti eftir fjármálahrunið 2008, hefur náð sér á strik á nú. Íslendingar hafa náð frábærum árangri frá hruni og ríkisstjórnin á hrós skilið. Íslenska ríkið virðir sínar skuldbindingar, en á sama tíma er hér hagvöxtur sem er meiri en við í Danmörku getum státað okkur af, og atvinnuleysið er að minnka, og það er vel að verki staðið.? Aðspurður um efnahagsþrengingarnar sem Danir kljást við um þessar mundir játar Søvndal að þar í landi geti menn lært eitt og annað af reynslu Íslands. ?Já, klárlega. Við Steingrímur höfum hist margoft og rætt þessi mál, enda góðir vinir, síðast í Ósló fyrir um mánuði síðan. Mér finnst Ísland geta verið góð fyrirmynd fyrir önnur ríki þar sem leiðin út úr kreppunni hefur verið hagvöxtur og atvinnusköpun með mikla áherslu á aukið félagslegt réttlæti í gegnum skattabreytingar og nútímavæðingu íslensks samfélags. Ég er viss um að allir geri sér grein fyrir þeim hremmingum sem Ísland hefur gengið í gegnum og að Ísland er viðurkennt á alþjóðavettvangi sem fyrirmynd að því hvernig hægt er að beita ábyrgum leiðum til að komast út úr kreppu.? Sáttasemjari í makríldeiluDanmörk er í sérstakri stöðu í makríldeilunni milli ESB og Noregs annars vegar, og Færeyja og Íslands hins vegar. Er ekki erfitt að samþætta hlutverk sitt sem ESB-ríki því að eiga náið samband við Ísland og vera meira að segja í ríkjasambandi við Færeyjar? ?Það má segja að einmitt í krafti okkar stöðu höfum við möguleika á að byggja brú milli deiluaðila og sjá til þess að deilan verði leyst með pólitísku samkomulagi og málamiðlun þannig að ekki muni reynast þörf á að grípa til refsiaðgerða. Við höfum einnig sérstökum skyldum að gæta gagnvart Færeyingum í formi ríkjasambandsins, þannig að við munum tvímælalaust verja hagsmuni Færeyja ef deilan kemur til kasta Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). En ef refsiaðgerðir á vegum ESB verða að veruleika? ?Ef gripið verður til einhvers konar viðurlaga vegna málsins, leggjum við áherslu að þau verði innan sanngirnismarka, í samræmi við aðstæður og einungis tengd makríldeilunni. En við vonumst svo sannarlega til þess að ekki muni koma til þess og við biðlum til allra málsaðila um að pólitísk lausn finnist á málinu.? Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, sótti Ísland heim í lok síðustu viku. Í samtali við Fréttablaðið segir hann upprisu Íslands eftir hrun hafa komið ánægjulega á óvart og önnur lönd líti til þess hvernig til hafi tekist. Hann segist aukinheldur vonast til þess að pólitísk lausn finnist á makríldeilunni, þar sem Danir eru í sérstakri stöðu sem ESB-land og einnig í ríkjasambandi við Færeyjar. Søvndal tók við embætti fyrir tæpu ári eftir sigur vinstri flokkanna í þingkosningunum. Hann hefur leitt Sósíalíska þjóðarflokkinn (SF) frá árinu 2005, en sagði af sér formannsembættinu fyrir nokkrum dögum. Hann segist oft hafa millilent hér á landi á leið til Grænlands, en hefur ekki staldrað lengi við hér áður. "Ég hef haft standandi heimboð frá góðvini mínum Steingrími J. Sigfússyni, og það gleður mig að koma loks, enda tengi ég Ísland við heitar uppsprettur, íslenska hestinn og mjög fallega náttúru." Søvndal hitti nokkra af ráðamönnum Íslands hér á landi, til dæmis starfsbróður sinn Össur Skarphéðinsson. "Við ræddum nokkur af okkar helstu málum. Til dæmis tengslin við ESB, þar sem við Danir vorum í forystu fyrri hluta ársins. Við viljum gjarnan greiða götu Íslands í þeim efnum, ef Íslendingar ákveða að fara þá leið, sem er að sjálfsögðu ákvörðun íslensku þjóðarinnar. Þá viljum við gjarna hjálpa til við að leysa makríldeiluna og vera milligönguaðili ef við getum. Þá ræddum við að sjálfsögðu málefni norðurslóða þar sem við höfum brýnna sameiginlegra hagsmuna að gæta." Søvndal bætir því við að Danmörk og Ísland hafi annars mjög nána samvinnu á alþjóðavettvangi þannig að á allt litið sé margt fram undan í þeim málum. Upprisa Íslands fyrirmyndRáðherrann hitti einnig Katrínu Jakobsdóttur menningar- og menntamálaráðherra og varaformann Vinstri grænna, sem er systurflokkur SF. Meðal þess sem barst í tal var staðan á Íslandi fjórum árum eftir hrun. ?Okkur finnst afar mikið koma til þess hvernig Ísland, sem var eitt af þeim löndum sem urðu hvað verst úti eftir fjármálahrunið 2008, hefur náð sér á strik á nú. Íslendingar hafa náð frábærum árangri frá hruni og ríkisstjórnin á hrós skilið. Íslenska ríkið virðir sínar skuldbindingar, en á sama tíma er hér hagvöxtur sem er meiri en við í Danmörku getum státað okkur af, og atvinnuleysið er að minnka, og það er vel að verki staðið.? Aðspurður um efnahagsþrengingarnar sem Danir kljást við um þessar mundir játar Søvndal að þar í landi geti menn lært eitt og annað af reynslu Íslands. ?Já, klárlega. Við Steingrímur höfum hist margoft og rætt þessi mál, enda góðir vinir, síðast í Ósló fyrir um mánuði síðan. Mér finnst Ísland geta verið góð fyrirmynd fyrir önnur ríki þar sem leiðin út úr kreppunni hefur verið hagvöxtur og atvinnusköpun með mikla áherslu á aukið félagslegt réttlæti í gegnum skattabreytingar og nútímavæðingu íslensks samfélags. Ég er viss um að allir geri sér grein fyrir þeim hremmingum sem Ísland hefur gengið í gegnum og að Ísland er viðurkennt á alþjóðavettvangi sem fyrirmynd að því hvernig hægt er að beita ábyrgum leiðum til að komast út úr kreppu.? Sáttasemjari í makríldeiluDanmörk er í sérstakri stöðu í makríldeilunni milli ESB og Noregs annars vegar, og Færeyja og Íslands hins vegar. Er ekki erfitt að samþætta hlutverk sitt sem ESB-ríki því að eiga náið samband við Ísland og vera meira að segja í ríkjasambandi við Færeyjar? ?Það má segja að einmitt í krafti okkar stöðu höfum við möguleika á að byggja brú milli deiluaðila og sjá til þess að deilan verði leyst með pólitísku samkomulagi og málamiðlun þannig að ekki muni reynast þörf á að grípa til refsiaðgerða. Við höfum einnig sérstökum skyldum að gæta gagnvart Færeyingum í formi ríkjasambandsins, þannig að við munum tvímælalaust verja hagsmuni Færeyja ef deilan kemur til kasta Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). En ef refsiaðgerðir á vegum ESB verða að veruleika? ?Ef gripið verður til einhvers konar viðurlaga vegna málsins, leggjum við áherslu að þau verði innan sanngirnismarka, í samræmi við aðstæður og einungis tengd makríldeilunni. En við vonumst svo sannarlega til þess að ekki muni koma til þess og við biðlum til allra málsaðila um að pólitísk lausn finnist á málinu.?
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira