Íslenski boltinn

KA komið í þriðja sætið í 1. deildinni

Ólafi ætlar ekki að takast að koma Haukum upp í efstu deild.
Ólafi ætlar ekki að takast að koma Haukum upp í efstu deild.
Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA gerði sér þá lítið fyrir og skellti Haukum, 0-2, á Ásvöllum.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir á 68. mínútu og Jóhann Helgason bætti öðru marki við ellefu mínútum fyrir leikslok.

KA komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eða þremur minna en Víkingur Ólafsvík sem er í öðru sæti.

Haukar eru aftur á móti í fjórða sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×