Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision 9. febrúar 2012 09:30 Enginn af höfundum laganna sem keppa til úrslita í undankeppni Eurovision á laugardaginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson vill að Ísland taki ekki þátt vegna mannréttndabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
„Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira