Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision 9. febrúar 2012 09:30 Enginn af höfundum laganna sem keppa til úrslita í undankeppni Eurovision á laugardaginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson vill að Ísland taki ekki þátt vegna mannréttndabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira
„Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira