Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision 9. febrúar 2012 09:30 Enginn af höfundum laganna sem keppa til úrslita í undankeppni Eurovision á laugardaginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson vill að Ísland taki ekki þátt vegna mannréttndabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
„Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. Páll Óskar hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Aserbaídsjan. Skiptar skoðanir eru á meðal keppenda um málið, en úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Ingólfur Þórarinsson, sem samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni, segir þá félaga ekki hafa rætt málið. „En eins og staðan er í dag býst ég ekki við neinu öðru en að við myndum fara út og gera okkar besta,“ segir hann. „Það væri falleg hugsun að mótmæla og fara ekki, en ég held að það myndi litlu breyta ef Ísland segist ekki ætla að mæta.“ María Björk, einn af höfundum lagsins Hjartað brennur, telur að það þurfi meira til en að Ísland dragi sig úr keppni. „Ég held hins vegar að það verði hræðilegt að standa á sviði úti vitandi um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna,“ segir hún. „Best væri ef Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun varðandi þetta mál.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, höfundur laganna Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland eigi að hætta við þátttöku. „Það eru allir í sama pakka að einbeita sér að laugardeginum og taka svo stöðuna aftur eftir það,“ segir hún. „Þetta eru alveg hræðilegar fréttir. En það eru samt mannréttindabrot framin út um allt á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að kaupa vörur og svona, það væri erfitt að sniðganga allt.“ Magnús Hávarðsson, höfundur lagsins Hey, segir mannréttindabrot af mörgum toga og að hann geri ekki greinarmun á þeim. „Okkar helstu átrúnaðargoð Bandaríkjamenn komast upp með að pynta fólk og taka af lífi og míga á lík óvina sinna. Ég hef ekki séð tillögu um það að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við þá,“ segir hann. „Íslendingar eiga að læra að líta í eigin barm áður en þeir ráðast að öðrum þjóðum með gagnrýni og yfirlýsingum.“ Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, höfund laganna Hugarrá og Stund með þér, við vinnslu fréttarinnar.atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira