Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 3-1 Kristján Óli Sigurðsson á Fylkisvelli skrifar 24. maí 2012 15:44 Mynd/Daníel Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi. Leikurinn byrjaði með miklum látum og höfðu markmenn liðanna í nógu að snúast frá fyrstu mínútu. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Hjörtur Hermannsson sem var að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili að minnsta kosti. Hann gengur til liðs við hollenska stórliðið PSV á næstu dögum. Hjörtur gerði vel í að koma boltanum aftur inn í teiginn eftir hornspyrnu og fann Árna Frey Guðnason sem skoraði af öryggi. Hans fyrsta mark í efstu deild. Eftir markið sóttu Valsmenn án afláts og fengu nokkur upplögð marktækifæri. Það besta fékk Hörður Sveinsson sem á einhvern óskiljanlegan hátt skaut framhjá markinu frá markteig. Heimamenn bættu við marki á 44. mínútu þegar Finnur Ólafsson sendi frábæra sendingu inn á teig Valsmanna þar sem Árni Freyr var mættur á fjærstöngina og skallaði af mikilli yfirvegun óverjandi fyrir Sindra Snæ Jensson markvörð Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé eftir mikinn darraðadans í markteig Fylkis eftir hornspyrnu. Haukur Páll Sigurðsson náði að leggja boltann fyrir Matthías Guðmundsson sem þakkaði pent fyrir sig. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli stöðu baráttu og liðin náðu ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. Fylkismenn féllu til baka og Valsmönnum gekk engan veginn að opna þétta vörn þeirra. Enda réðu tilviljanir einar hvað gerðist sóknarlega hjá Valsmönnum í síðari hálfleiknum. Skiptingar þeirra breyttu engu þar um. Fylkismenn gerðu svo útum leikinn á 85. mínútu þegar hinn bráðefnilegi Davíð Þór Ásbjörnsson þrumaði knettinum í netið beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Með sigrinum komust Fylkismenn upp í 6. sætið Pepsídeildarinnar en Valsmenn eru komnir niður í það 8.a eftir þriðja tapleikinn í röð.Árni Freyr: Gaman að skora fyrstu tvö mörkin í sama leiknum „Við höfum spilað hina leikina betur en ekki náð sigri. það er því mjög gaman að vinna svona baráttuleik. Ekki skemmir fyrir að skora tvö fyrstu mörkin mín í efstu deild í sama leiknum," sagði Árni kátur. Aðspurður hvort hann sé orðinn 100% heill eftir mikil meiðsl í vetur sagði Árni. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég náði ekki að klára leikinn og fékk aðeins aftan í lærið, en það kemur þegar líður á sumarið.“Ásmundur: Þungu fargi af manni létt „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri. Mér hefur fundist að þetta hafi mátt detta í hinum leikjunum þar sem við höfum verið síst lakari aðilinn en í kvöld náðum við loksins að klára dæmið," sagði Ásmundur. Fylkismenn féllu mikið til baka í síðari hálfleik en það var ekki planið hjá þjálfaranum. „Við vörðumst þeim vel samt sem áður ætluðum við ekki að falla svona langt niður. Maður var stöðugt að reyna að ýta þeim framar.“ Ásmundur var himinlifandi með að Árni Freyr hafi opnað markareikninginn sinn í deildinni. „ Ég vissi að það leyndust nokkur mörk í kallinumm," sagði skælbrosandi Ásmundur Arnarson að lokum.Freyr: Hlutirnir falla ekki með okkur „Við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum sem við eigum ekki að gera. Eins fannst mér furðulegt hvernig við gátum verið 2-1 undir eftir spilamennskuna í fyrri hálfleik þar sem við óðum í færum. Við verðum að sýna meir ró fyrir framan markið og þá kemur fellur þetta með okkur,“ sagði brúnarþungur Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Vals. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi. Leikurinn byrjaði með miklum látum og höfðu markmenn liðanna í nógu að snúast frá fyrstu mínútu. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Hjörtur Hermannsson sem var að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili að minnsta kosti. Hann gengur til liðs við hollenska stórliðið PSV á næstu dögum. Hjörtur gerði vel í að koma boltanum aftur inn í teiginn eftir hornspyrnu og fann Árna Frey Guðnason sem skoraði af öryggi. Hans fyrsta mark í efstu deild. Eftir markið sóttu Valsmenn án afláts og fengu nokkur upplögð marktækifæri. Það besta fékk Hörður Sveinsson sem á einhvern óskiljanlegan hátt skaut framhjá markinu frá markteig. Heimamenn bættu við marki á 44. mínútu þegar Finnur Ólafsson sendi frábæra sendingu inn á teig Valsmanna þar sem Árni Freyr var mættur á fjærstöngina og skallaði af mikilli yfirvegun óverjandi fyrir Sindra Snæ Jensson markvörð Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé eftir mikinn darraðadans í markteig Fylkis eftir hornspyrnu. Haukur Páll Sigurðsson náði að leggja boltann fyrir Matthías Guðmundsson sem þakkaði pent fyrir sig. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli stöðu baráttu og liðin náðu ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. Fylkismenn féllu til baka og Valsmönnum gekk engan veginn að opna þétta vörn þeirra. Enda réðu tilviljanir einar hvað gerðist sóknarlega hjá Valsmönnum í síðari hálfleiknum. Skiptingar þeirra breyttu engu þar um. Fylkismenn gerðu svo útum leikinn á 85. mínútu þegar hinn bráðefnilegi Davíð Þór Ásbjörnsson þrumaði knettinum í netið beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Með sigrinum komust Fylkismenn upp í 6. sætið Pepsídeildarinnar en Valsmenn eru komnir niður í það 8.a eftir þriðja tapleikinn í röð.Árni Freyr: Gaman að skora fyrstu tvö mörkin í sama leiknum „Við höfum spilað hina leikina betur en ekki náð sigri. það er því mjög gaman að vinna svona baráttuleik. Ekki skemmir fyrir að skora tvö fyrstu mörkin mín í efstu deild í sama leiknum," sagði Árni kátur. Aðspurður hvort hann sé orðinn 100% heill eftir mikil meiðsl í vetur sagði Árni. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég náði ekki að klára leikinn og fékk aðeins aftan í lærið, en það kemur þegar líður á sumarið.“Ásmundur: Þungu fargi af manni létt „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri. Mér hefur fundist að þetta hafi mátt detta í hinum leikjunum þar sem við höfum verið síst lakari aðilinn en í kvöld náðum við loksins að klára dæmið," sagði Ásmundur. Fylkismenn féllu mikið til baka í síðari hálfleik en það var ekki planið hjá þjálfaranum. „Við vörðumst þeim vel samt sem áður ætluðum við ekki að falla svona langt niður. Maður var stöðugt að reyna að ýta þeim framar.“ Ásmundur var himinlifandi með að Árni Freyr hafi opnað markareikninginn sinn í deildinni. „ Ég vissi að það leyndust nokkur mörk í kallinumm," sagði skælbrosandi Ásmundur Arnarson að lokum.Freyr: Hlutirnir falla ekki með okkur „Við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum sem við eigum ekki að gera. Eins fannst mér furðulegt hvernig við gátum verið 2-1 undir eftir spilamennskuna í fyrri hálfleik þar sem við óðum í færum. Við verðum að sýna meir ró fyrir framan markið og þá kemur fellur þetta með okkur,“ sagði brúnarþungur Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Vals.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti