Verðlaunaði sjálfan sig með pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2012 07:00 glæsileg tilþrif Róbert hafði gríðarlega yfirburði á öllum áhöldum um helgina og þó svo keppnin hefði ekki verið mikil sló hann ekki slöku við sjálfur.fréttablaðið/vilhelm Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft." Fimleikar Innlendar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Sjá meira
Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft."
Fimleikar Innlendar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Sjá meira