Íslenski boltinn

Framarar unnu Íslandsmeistara KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Mynd/Daníel
Fram vann 2-1 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Framliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en Framarar byrjuðu á því að bursta ÍR-inga 5-0.

Þetta var fyrsti leikur KR-inga og jafnframt fyrsti mótsleikur liðsins á nýju tímabili en KR vann eins og kunnugt er tvöfalt á síðasta sumri.

Steven Lennon kom Fram í 1-0 strax á annarri mínútu og Jón Gunnar Eysteinsson bætti síðan við öðru marki á 36. mínútu. Haukur Heiðar Hauksson náði að minnka muninn í sínum fyrsta mótsleik með KR en kom til liðsins frá KA.

Steven Lennon hefur byrjað tímabilið frábærlega en hann skoraði tvö mörk í sigrinum á ÍR. Öll þrjú mörk Bretans hafa komið með skalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×