Innlent

Þátttakendum Ólympíuleika fatlaðra boðið á Bessastaði

Jón Margeir Sverrisson sigraði í 200 metra skriðsundi.
Jón Margeir Sverrisson sigraði í 200 metra skriðsundi.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heiðrar í dag íslensku þátttakendurna á Ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum með sérstakri móttöku á Bessastöðum.

Íþróttafólki og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og öðrum starfsmönnum, sem voru á Ólympíuleikunum, er boðið til móttökunnar ásamt forystu Íþróttasambands fatlaðra og ÍSÍ, svo og þeim sem áður hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra. Móttakan hefst klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×