Innlent

Slasaður smali fluttur á spítala

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Karlmaður á fertugsaldri var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær en hann hafði fótbrotnað við smalamennsku á Fellsströnd í Dalasýslu samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni.

Slysið átti sér stað langt frá mannabyggðum og því var afráðið að kalla þyrlu á staðinn.

Samferðafólk mannsins var með farsíma á sér og vildu svo heppilega til að símasamband var á þessum stað og gat það því kallað eftir aðstoð. Veður var slæmt þegar slysið átti sér stað og var maðurinn orðinn nokkuð kaldur þegar þyrlan kom á staðinn. Þurfti hann að bíða aðstoðar í hátt í þrjá klukkutíma. Annað óhapp varð í sömu leit, þegar gangnamaður missti hross fram af klettum. Drapst hrossið en gangnamanninn sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×