Vill opna erfiðu kaflana 18. september 2012 07:00 Utanríkisráðherrann segist telja að Evrópusambandið sé á réttri leið. Hún vill hefja vinnu við erfiðustu samningskaflana í aðildarviðræðum við Ísland. fréttablaðið/anton Meðan Kýpur er í formennsku í ráðherraráði ESB er ætlunin að opna tíu til ellefu samningskafla í aðildarviðræðum Íslands. Utanríkisráðherra landsins vill líka hefja vinnu við erfiðustu kaflana. „Við vonum að við lok forsætis okkar í ráðherraráðinu verði búið að opna tíu til ellefu samningskafla í viðræðunum. Miðað við tíma annarra ríkja í forsæti væri það vel af sér vikið,“ segir Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur. Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Kozakou-Marcoullis var stödd hér á landi í gær og fundaði hún með forsætis-, utanríkis- og atvinnuvegaráðherrum Íslands. „Eitt af forgangsmálum Kýpur á meðan á formennskunni stendur er stækkun Evrópusambandsins, bæði hvað varðar Ísland og ríkin á vesturhluta Balkanskaga. Við höfum mikinn metnað í forsætinu, við viljum hjálpa eins mikið og við getum.“ Kozakou-Marcoullis segir að viðræðum miði vel og að Kýpverjar séu í miklu sambandi við samninganefnd Íslands í Brussel. „Við vonumst líka til þess að við getum hjálpað til við að opna tvo erfiðustu samningskaflana, landbúnað og sjávarútveg. Ég veit ekki hvort það tekst en við munum gera allt sem við getum til að greiða fyrir þeim málum svo að næsta ríki í formennsku geti þá opnað þá. Ég veit að þessir tveir kaflar eru mjög mikilvægir og viðkvæmir fyrir Íslendinga.“ Kozakou-Marcoullis var sendiherra hér á landi í tvígang á tíunda áratug síðustu aldar. Spurð um næstu mánuði innan Evrópusambandsins í ljósi ástandsins sem þar ríkir segist hún telja að hlutirnir séu á réttri leið. „Efnahagskrísan er náttúrlega alþjóðlegt fyrirbæri og hún hefur áhrif á okkur öll, við getum ekki einangrað okkur frá umheiminum. Við erum háð hvert öðru og það á ekki síst við um ríkin innan Evrópusambandsins. Þess vegna verðum við að beina efnahagsaðgerðum í réttan farveg, til að ríkin okkar geti náð stöðugleika. Þetta hefur auðvitað verið í gangi undanfarin ár, en sérstaklega með innleiðingu nýju sáttmálanna og nú þegar verið að halda áfram með gerð Stöðugleikasjóðs Evrópu, sem verður kominn í gagnið í lok október, og einnig með umræður um sameiginlega yfirstjórn bankamála. Allt þetta í sameiningu mun setja vandamálin í réttan farveg, þótt það muni ekki leysa vandann alveg strax.“ Hún segir ríkin vera að mjakast í rétta átt með aðhaldsaðgerðum og áherslu á efnahagslegan vöxt. „Þetta verður að fara saman, það er okkar reynsla, að minnsta kosti ríkjanna í suðurhluta álfunnar. Við sjáum góða þróun í Írlandi og Portúgal. Mér sýnist Spánn líka vera á réttri braut og Grikkland með nýjum stjórnvöldum er það líka.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Meðan Kýpur er í formennsku í ráðherraráði ESB er ætlunin að opna tíu til ellefu samningskafla í aðildarviðræðum Íslands. Utanríkisráðherra landsins vill líka hefja vinnu við erfiðustu kaflana. „Við vonum að við lok forsætis okkar í ráðherraráðinu verði búið að opna tíu til ellefu samningskafla í viðræðunum. Miðað við tíma annarra ríkja í forsæti væri það vel af sér vikið,“ segir Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur. Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Kozakou-Marcoullis var stödd hér á landi í gær og fundaði hún með forsætis-, utanríkis- og atvinnuvegaráðherrum Íslands. „Eitt af forgangsmálum Kýpur á meðan á formennskunni stendur er stækkun Evrópusambandsins, bæði hvað varðar Ísland og ríkin á vesturhluta Balkanskaga. Við höfum mikinn metnað í forsætinu, við viljum hjálpa eins mikið og við getum.“ Kozakou-Marcoullis segir að viðræðum miði vel og að Kýpverjar séu í miklu sambandi við samninganefnd Íslands í Brussel. „Við vonumst líka til þess að við getum hjálpað til við að opna tvo erfiðustu samningskaflana, landbúnað og sjávarútveg. Ég veit ekki hvort það tekst en við munum gera allt sem við getum til að greiða fyrir þeim málum svo að næsta ríki í formennsku geti þá opnað þá. Ég veit að þessir tveir kaflar eru mjög mikilvægir og viðkvæmir fyrir Íslendinga.“ Kozakou-Marcoullis var sendiherra hér á landi í tvígang á tíunda áratug síðustu aldar. Spurð um næstu mánuði innan Evrópusambandsins í ljósi ástandsins sem þar ríkir segist hún telja að hlutirnir séu á réttri leið. „Efnahagskrísan er náttúrlega alþjóðlegt fyrirbæri og hún hefur áhrif á okkur öll, við getum ekki einangrað okkur frá umheiminum. Við erum háð hvert öðru og það á ekki síst við um ríkin innan Evrópusambandsins. Þess vegna verðum við að beina efnahagsaðgerðum í réttan farveg, til að ríkin okkar geti náð stöðugleika. Þetta hefur auðvitað verið í gangi undanfarin ár, en sérstaklega með innleiðingu nýju sáttmálanna og nú þegar verið að halda áfram með gerð Stöðugleikasjóðs Evrópu, sem verður kominn í gagnið í lok október, og einnig með umræður um sameiginlega yfirstjórn bankamála. Allt þetta í sameiningu mun setja vandamálin í réttan farveg, þótt það muni ekki leysa vandann alveg strax.“ Hún segir ríkin vera að mjakast í rétta átt með aðhaldsaðgerðum og áherslu á efnahagslegan vöxt. „Þetta verður að fara saman, það er okkar reynsla, að minnsta kosti ríkjanna í suðurhluta álfunnar. Við sjáum góða þróun í Írlandi og Portúgal. Mér sýnist Spánn líka vera á réttri braut og Grikkland með nýjum stjórnvöldum er það líka.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira