KA vann sannfærandi sigur á Þrótti Reykjavík í Mikasadeild karla í blaki norðan heiða í dag. Þá vann Afturelding sömuleiðis öruggan sigur gegn Þrótti í Neskaupsstað í kvennaflokki.
Sigur Akureyringa var þeirra fyrsti á tímabilinu en þeir hafa nú þrjú stig í neðsta sæti hjá körlunum. Piotr Kempisty skoraði 30 stig fyrir KA. Hjá Þrótti var Fannar Grétarsson stigahæstur með 10 stig.
Afturelding styrkti stöðu sína í 2. sæti kvennadeildarinnar og er með 18 stig eftir sigurinn í Neskaupsstað. Velina Apostolova skoraði 12 stig fyrir gestina en hjá heimakonum var Helena Kristín Gunnarsdóttir atkvæðamest, einnig með 12 stig.
