Erlent

Fjórða stigs fellibylur skellur á Filipseyjum

Mikil viðbúnaður er á Filipseyjum vegna fellibylsins Bopha sem reiknað er með að gangi á land á eyjunum síðdegis í dag.

Yfirvöld hafa fyrirskipað brottflutning á tugþúsundum manna frá þeim strandhéruðum sem fellibylurinn skellur á. Bopha kemur að landi á suðurhluta eyjanna.

Um er að ræða öflugasta fellibylinn sem skollið hefur á Filipseyjum á þessu ári en vindhraði hans mælist nú 58 metrar á sekúndu. Þar með stefnir í að um fjórða stigs fellibyl verði að ræða, það því er segir á vefsíðunni weather.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×