Innlent

Þörungaskyrið á leið á markað

Þörungarnir eru náma hollustu. mynd/matís
Þörungarnir eru náma hollustu. mynd/matís
Vísindamenn Matís hafa þróað afurðir úr sjávarþörungum sem eru komnar eða eru væntanlegar á markað. Átta starfsmenn Matís starfa öðru fremur við rannsóknir á þörungum. Meðal nýlegra afurða eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina, segir í frétt Matís.

Af öðrum afurðum sem eru væntanlegar á markað innan tíðar nefnir Jón Trausti meðal annars þörungaskyr og byggpasta sem er bætt með þörungum. „Reyndar var það hópur nemenda sem var hjá okkur í fyrrasumar sem byrjaði þróun þörungaskyrsins og afurðin keppti fyrir Íslands hönd í Ecotrophelia, sem er nemendakeppni með vistvæna nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þetta gekk það vel að þróunarvinnunni var haldið áfram og núna er þörungaskyrið að koma. Hér er á ferðinni matvara sem er skyr og þaramjöl í grunninn en bragðbætt með bláberjum og hunangi,“ segir Jón Trausti Kárason, sérfræðingur hjá Matís.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×