Innlent

Annari umræðu um fjárlög er lokið

Annari umræðu um fjárlög lauk loks á Alþingi undir kvöld í gær, eftir að hafa staðið samanlagt í 48 klukkusutndir, og verður atkvæðagreiðsla í dag.

Alls voru fluttar 375 þingræður upp á rúmar 37 klukkustundir og gerðar 128 athugasemdir upp á tæpar ellefu klukkustundir og var meðallengd hverrrar þingræðu röskar 17 mínútur.

Frumvarpið fer nú til fjárlaganefndar og stefnt er að því að þriðju umræðu ljúki fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×