Liverpool vann síðasta undirbúningsleik sinn áður en tímabilið byrjar sannfærandi en leiknum lauk með 3-1 sigri Liverpool gegn Leverkusen.
Sami Hyypia, þjálfari Leverkusen var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll sem leikmaður þar sem hann spilaði í tíu ár áður en hann fór til Leverkusen.
Þeir rauðklæddu komu af fullum krafti inn í leikinn og kom fyrsta markið eftir aðeins 3 mínútur. Þá fékk Raheem Sterling, 17 ára vængmaður Liverpool sendingu inn fyrir vörn Leverkusen, hann lék á einn varnarmann og skoraði með góðu skoti í fjærhornið.
Næsta mark kom eftir hálftíma og var þar að verki Lucas Leiva, þá reyndu Liverpool útfærslu af aukaspyrnu sem endaði á að Lucas var með boltann fyrir framan autt netið og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára það.
Andy Carroll sem hefur verið mikið orðaður við önnur lið kom inn á í seinni hálfleik og var ekki að lengi að stimpla sig inn, hann fékk boltann við vítateig, hristi af sér varnarmann og skoraði með góðu skoti.
Sidney Sam klóraði svo í bakkan fyrir Þjóðverjana á 75. mínútu þegar hann skoraði með þrumufleygi rétt utan vítateigs.
Eftir þetta voru engin mörk skoruð og lauk leiknum því með 3-1 sigri Liverpool. Fínt veganesti fyrir þá rauðklæddu sem byrja deildina næstu helgi gegn W.B.A. á útivelli.

