Skortur á stefnu og pólitísk átök skemmdu fyrir Orkuveitunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. október 2012 17:15 Orkuveita Reykjavíkur. Stjórnmálamenn sem sátu í stjórn fyrirtækisins fá ekki mildan dóm í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi þess. Skortur á skýrri eigendastefnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, innbyrðis átök um um stjórn fyrirtækisins og of mikil völd forstjóra, var meðal þess sem var einkennandi fyrir rekstur Orkuveitunnar áður en fyrirtækið lenti í brimskafli skuldavanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar. Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd. Eftir að nýr meirihluti tók við í borgarstjórn Reykjavíkur og fyrir lá að ráðst þyrfti á meiriháttar endurskipulagningu á fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur vegna skuldavanda fyrirtækisins, með tilheyrandi sársaukafullum aðgerðum eins og uppsögnum starfsmanna og hækkun gjaldskrár, var ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að vinna skýrslu um starfsemi Orkuveitunnar á síðastliðnum árum til að greina orsakir vanda fyrirtækisins. Skýrsla úttektarnefndarinnar kom út í dag og er mikil að vöxtum, eða 568 bls. að lengd. Meginniðurstöður skýrslunnar eru býsna skorinortar. Þar segir að fjárhagserfiðleika Orkuveitu Reykjavíkur megi að „miklu leyti rekja til mikilla fjárfestinga og fjárfrekra framkvæmda á skömmum tíma, hárra arðgreiðslna og tregðu eigenda að hækka gjaldskrár í samræmi við verðlagsþróun, auk gríðarlegs gengistaps." Þá segir að „í ljósi skorts á skýrri eigendastefnu og deilna um hana, telur úttektarnefndin að forstjóri hafi haft mikið ráðrúm til að móta og ákveða, hvernig fyrirtækið ætti að þróast og hvernig ætti að stýra fjárfestingum þess."Stjórnmálamenn og pólítísk umræðuhefð skemmdu fyrir Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd, en í skýrslunni segir: „Þá virðast stjórnmálamenn hafa flutt með sér þá umræðuhefð sem tíðkast í borgarstjórn og borgarráðum, og myndað skýran minnihluta og meirihluta stjórnar, sem er óhefðbundið í rekstri fyrirtækja." Þá er rakið að ýmsar meiriháttar ákvarðanir hafi ekki verið bornar undir stjórn nema með mjög skömmum fyrirvara. Í skýrslunni er lagt til að stjórn fyrirtækisins verði eingöngu skipuð öðrum en kjörnum fulltrúum sveitarfélaga, fólki sem hefur reynslu og eða þekkingu á málefnasviðum fyrirtækisins og rekstri, ólíkt því fyrirkomulagi sem hefur tíðkast.Taldi sig ekki þurfa að leita álits eiganda Þá er í skýrslunni harðlega gagnrýnt að stjórnendur fyrirtækisins hafi rekið það sem sjálfstætt félag og ekki talið sig þurfa að leita til eiganda síns, Reykjavíkurborgar, nema í tilvikum þar sem um var að ræða skuldbindingar umfram 5% af höfuðstól fyrirtækisins. Í skýrslunni segir: „Þetta viðhorf gengur þvert gegn þeirri staðreynd að fyrirtækið var rekið með bakábyrgð eigenda sem reynt hefur á í starfsemi fyrirtækisins."Misskilningur að hlutafélagavæðing leiði til sölu eigna Þá er það niðurstaða úttektarnefndarinnar að félagsform Orkuveitunnar hafi staðið fyrirtækinu fyrir þrifum, en fyrirtækið er sameignarfélag í eigu sveitarfélaga. „Félagsform fyrirtækisins hefur staðið því fyrir þrifum vegna óskýrra reglna um vald og ábyrgð. Skoða þarf því hvort núverandi félagsform Orkuveitu Reykjavíkur henti starfsemi þess með hliðsjón af hinum umfangsmikla rekstri og flóknum viðfangsefnum þess." Það er mat skýrsluhöfunda að hlutafélagaformið henti betur og sé þróaðra. Meðal annars vegna hinnar takmörkuðu ábyrðgar eigenda á fjárskuldbindingum, en vegna félagaformsins bera eigendur, eins og Reykjavíkurborg í dag ábyrgð á öllum skuldum Orkuveitunnar. „Í umræðu um breytingu á félagsformi hefur þess misskilnings gætt að stofnun hlutafélags leiði sjálfkrafa til sölu á eignum félagsins til einkaaðila í framtíðinni," segir í skýrslunni. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Skortur á skýrri eigendastefnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, innbyrðis átök um um stjórn fyrirtækisins og of mikil völd forstjóra, var meðal þess sem var einkennandi fyrir rekstur Orkuveitunnar áður en fyrirtækið lenti í brimskafli skuldavanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar. Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd. Eftir að nýr meirihluti tók við í borgarstjórn Reykjavíkur og fyrir lá að ráðst þyrfti á meiriháttar endurskipulagningu á fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur vegna skuldavanda fyrirtækisins, með tilheyrandi sársaukafullum aðgerðum eins og uppsögnum starfsmanna og hækkun gjaldskrár, var ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að vinna skýrslu um starfsemi Orkuveitunnar á síðastliðnum árum til að greina orsakir vanda fyrirtækisins. Skýrsla úttektarnefndarinnar kom út í dag og er mikil að vöxtum, eða 568 bls. að lengd. Meginniðurstöður skýrslunnar eru býsna skorinortar. Þar segir að fjárhagserfiðleika Orkuveitu Reykjavíkur megi að „miklu leyti rekja til mikilla fjárfestinga og fjárfrekra framkvæmda á skömmum tíma, hárra arðgreiðslna og tregðu eigenda að hækka gjaldskrár í samræmi við verðlagsþróun, auk gríðarlegs gengistaps." Þá segir að „í ljósi skorts á skýrri eigendastefnu og deilna um hana, telur úttektarnefndin að forstjóri hafi haft mikið ráðrúm til að móta og ákveða, hvernig fyrirtækið ætti að þróast og hvernig ætti að stýra fjárfestingum þess."Stjórnmálamenn og pólítísk umræðuhefð skemmdu fyrir Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd, en í skýrslunni segir: „Þá virðast stjórnmálamenn hafa flutt með sér þá umræðuhefð sem tíðkast í borgarstjórn og borgarráðum, og myndað skýran minnihluta og meirihluta stjórnar, sem er óhefðbundið í rekstri fyrirtækja." Þá er rakið að ýmsar meiriháttar ákvarðanir hafi ekki verið bornar undir stjórn nema með mjög skömmum fyrirvara. Í skýrslunni er lagt til að stjórn fyrirtækisins verði eingöngu skipuð öðrum en kjörnum fulltrúum sveitarfélaga, fólki sem hefur reynslu og eða þekkingu á málefnasviðum fyrirtækisins og rekstri, ólíkt því fyrirkomulagi sem hefur tíðkast.Taldi sig ekki þurfa að leita álits eiganda Þá er í skýrslunni harðlega gagnrýnt að stjórnendur fyrirtækisins hafi rekið það sem sjálfstætt félag og ekki talið sig þurfa að leita til eiganda síns, Reykjavíkurborgar, nema í tilvikum þar sem um var að ræða skuldbindingar umfram 5% af höfuðstól fyrirtækisins. Í skýrslunni segir: „Þetta viðhorf gengur þvert gegn þeirri staðreynd að fyrirtækið var rekið með bakábyrgð eigenda sem reynt hefur á í starfsemi fyrirtækisins."Misskilningur að hlutafélagavæðing leiði til sölu eigna Þá er það niðurstaða úttektarnefndarinnar að félagsform Orkuveitunnar hafi staðið fyrirtækinu fyrir þrifum, en fyrirtækið er sameignarfélag í eigu sveitarfélaga. „Félagsform fyrirtækisins hefur staðið því fyrir þrifum vegna óskýrra reglna um vald og ábyrgð. Skoða þarf því hvort núverandi félagsform Orkuveitu Reykjavíkur henti starfsemi þess með hliðsjón af hinum umfangsmikla rekstri og flóknum viðfangsefnum þess." Það er mat skýrsluhöfunda að hlutafélagaformið henti betur og sé þróaðra. Meðal annars vegna hinnar takmörkuðu ábyrðgar eigenda á fjárskuldbindingum, en vegna félagaformsins bera eigendur, eins og Reykjavíkurborg í dag ábyrgð á öllum skuldum Orkuveitunnar. „Í umræðu um breytingu á félagsformi hefur þess misskilnings gætt að stofnun hlutafélags leiði sjálfkrafa til sölu á eignum félagsins til einkaaðila í framtíðinni," segir í skýrslunni. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira