Innlent

Grunuðum fíkniefnaframleiðanda sleppt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglunnar við Efstasund.
Frá aðgerðum lögreglunnar við Efstasund.
Karlmanni á fimmtugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um framleiðslu á fíkniefnum hefur verið sleppt. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Efstasundi fyrir rúmri viku, en þar lagði lögreglan einnig hald á tæki til framleiðslu fíkniefna. Yfirheyrslur yfir manninum hafa staðið yfir undanfarna daga. Rannsókn og aðgerðir lögreglu hafa verið umfangsmiklar og miðar þeim ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×