Tvær milljónir ferðamanna fyrir lok áratugar 25. september 2012 14:20 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt ræðu um málið á ráðstefnu á Hilton í dag. mynd/ gva. „Innan tíðar, á þessum áratug, má vænta þess að tvær milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árlega. því þurfum við að sameinast um þjóðaráætlun til að taka á móti þessum gestum." Þetta sagði Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í niðurlagi ávarps síns á Hótel Nordica í dag. Ólafur Ragnar steig í pontu í þéttsetnum hátíðarsal Nordica eftir að Icelandair frumsýndi nýtt kynningarmyndband þar sem starfsemi, rekstri og framförum fyrirtækisins er hampað ásamt því að undirstrika þau miklu áhrif sem félagið hefur haft á atvinnurekstur og nýsköpun á Íslandi. Icelandair fagnar nú 75 ára starfsafmæli sínu og því var blásið til ráðstefnu þar sem sex sérfræðingar á sviði ferðaþjónustu komu fram. Í ávarpi sínu sagði Ólafur að breyttir tímar væru nú í ferðaþjónustu landsins. Þá benti hann á þrjár ómetanlegar auglýsingarherferðir sem hefðu, ópantaðar, fallið í kjöltu Íslendinga. „Bankahrunið og eldgosin í Eyjafjöllum og Grímsvötnum hafa gert Ísland að umfjöllunarefni heimsbyggðarinnar. Ísland er nú heimsstaður sem allir kannast við, rétt eins og Wall Street, París eða Genf." Þá vék Ólafur Ragnar orðum sínum að þeim breytingum sem óneitanlega verða að veruleika á næstu árum í ferðaiðnaði landsins. „Þverrandi ísforði heimsins, nábýlið við Grænland og staðsetning Íslands býður upp á mikla nýsköpun í ferðaþjónustu. Brátt verður Ísland í farabroddi á nýjan hátt: Ísland sem alþjóðleg skiptistöð," sagði Ólafur Ragnar og bætti við: „Jörðin sjálf, hnattstaða landsins er okkar stóra tromp." Þá mun náttúra Íslands sem fyrr heilla ferðamenn á næstu árum eða „hin ramma gjöf manns og náttúru sem færð er Íslendingum í vöggugjöf." En áhugi ferðamanna beinist samt sem áður ekki aðeins að bergmáli klettahallanna eða hrikalegum jöklamyndunum. „Orkuver verða nú að ferðamannastöðum," sagði Ólafur Ragnar. „Baráttan gegn loftsslagsbreytingum hefur myndað áhuga á nýrri orku. Ísland er eitt helsta sýnishorn um viðbrögð við þeirri hættu. Þess vegna hafa ferðamenn áhuga á orkunni." Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Innan tíðar, á þessum áratug, má vænta þess að tvær milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árlega. því þurfum við að sameinast um þjóðaráætlun til að taka á móti þessum gestum." Þetta sagði Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í niðurlagi ávarps síns á Hótel Nordica í dag. Ólafur Ragnar steig í pontu í þéttsetnum hátíðarsal Nordica eftir að Icelandair frumsýndi nýtt kynningarmyndband þar sem starfsemi, rekstri og framförum fyrirtækisins er hampað ásamt því að undirstrika þau miklu áhrif sem félagið hefur haft á atvinnurekstur og nýsköpun á Íslandi. Icelandair fagnar nú 75 ára starfsafmæli sínu og því var blásið til ráðstefnu þar sem sex sérfræðingar á sviði ferðaþjónustu komu fram. Í ávarpi sínu sagði Ólafur að breyttir tímar væru nú í ferðaþjónustu landsins. Þá benti hann á þrjár ómetanlegar auglýsingarherferðir sem hefðu, ópantaðar, fallið í kjöltu Íslendinga. „Bankahrunið og eldgosin í Eyjafjöllum og Grímsvötnum hafa gert Ísland að umfjöllunarefni heimsbyggðarinnar. Ísland er nú heimsstaður sem allir kannast við, rétt eins og Wall Street, París eða Genf." Þá vék Ólafur Ragnar orðum sínum að þeim breytingum sem óneitanlega verða að veruleika á næstu árum í ferðaiðnaði landsins. „Þverrandi ísforði heimsins, nábýlið við Grænland og staðsetning Íslands býður upp á mikla nýsköpun í ferðaþjónustu. Brátt verður Ísland í farabroddi á nýjan hátt: Ísland sem alþjóðleg skiptistöð," sagði Ólafur Ragnar og bætti við: „Jörðin sjálf, hnattstaða landsins er okkar stóra tromp." Þá mun náttúra Íslands sem fyrr heilla ferðamenn á næstu árum eða „hin ramma gjöf manns og náttúru sem færð er Íslendingum í vöggugjöf." En áhugi ferðamanna beinist samt sem áður ekki aðeins að bergmáli klettahallanna eða hrikalegum jöklamyndunum. „Orkuver verða nú að ferðamannastöðum," sagði Ólafur Ragnar. „Baráttan gegn loftsslagsbreytingum hefur myndað áhuga á nýrri orku. Ísland er eitt helsta sýnishorn um viðbrögð við þeirri hættu. Þess vegna hafa ferðamenn áhuga á orkunni."
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira