Íslenski boltinn

Þórsarar komnir upp í Pepsi-deildina á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinn Elías Jónsson skoraði fyrsta mark Þórs í dag.
Sveinn Elías Jónsson skoraði fyrsta mark Þórs í dag. Mynd/Ernir
Þórsarar frá Akureyri endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag eftir 3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum í 19. umferð 1. deild karla í dag. Þetta var áttundi deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með ellefu stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Þórsliðið féll úr Pepsi-deildinni fyrir ári síðan þrátt fyrir að vera í ágætri stöðu um mitt sumar og að liðið hafi farið alla leið í bikarúrslitaleikinn. Þórsarar lentu í smá lægð í kringum þátttöku sína í Evrópukeppnina um mitt sumar í ár en eftir hana hafa norðanmenn verið í miklu skriði og unnið hvern leikinn á fætur öðrum.

Fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson kom þeim yfir strax á 7. mínútu og níu mínútum síðar var Orri Freyr Hjaltalín búinn að koma liðinu í 2-0. Ármann Pétur Ævarsson skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu áður en Sigurður Egill Lárusson minnkaði muninn fyrir Víkinga.

Þórsara fögnuðu Pepsi-deildar sætinu í leikslok þegar fréttist af því að Fjölnismenn hefði tapað stigum á heimavelli á móti Hetti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×