Þriðji aðili fær aldrei upplýsingar 19. október 2012 06:00 Kenneth Fredriksen Kínverska fjarskiptatæknifyrirtækið Huawei tekur öryggismál afar alvarlega, að því er fram kemur í yfirlýsingu Kenneths Fredriksen, aðstoðarsvæðisforstjóra Huawei í Mið- og Austur-Evrópu auk Norðurlanda. Með yfirlýsingunni bregst Fredriksen við fréttaflutningi af skýrslu bandarískrar þingnefndar sem í liðinni viku varaði við því að bandarísk fyrirtæki ættu viðskipti við Huawei. Vegna tengsla við Kína vill þingnefndin meina að fyrirtækinu sé ekki treystandi fyrir uppbyggingu fjarskiptakerfa vestra. Orðspor Huawei er hins vegar gott, bæði hvað varðar tækni og þjónustu, líkt og íslensk fjarskiptafyrirtæki sem nota búnað frá Huawei hafa vitnað um. Fredriksen bendir á að öryggi upplýsingatækni sé lykilatriði í hönnun og þróun tækjabúnaðar fyrirtækisins. „Huawei notar stöðluð ferli til að takast á við öryggisvá í upplýsingatækni. Upplýsingaöryggi er þannig hluti af kjarnahugsun fyrirtækisins,“ segir hann og bendir á að vörur Huawei og lausnir séu í notkun hjá fjarskiptafyrirtækjum á öllum Norðurlöndum, og raunar um heim allan. „Huawei hefur ekki, og mun aldrei, hætta stöðu sinni og árangri, eða öryggi upplýsingakerfa viðskiptavina sinna með því að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum. Hvorki ríkisstjórnum, né neinum öðrum,“ segir Kenneth Fredriksen. - óká Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Kínverska fjarskiptatæknifyrirtækið Huawei tekur öryggismál afar alvarlega, að því er fram kemur í yfirlýsingu Kenneths Fredriksen, aðstoðarsvæðisforstjóra Huawei í Mið- og Austur-Evrópu auk Norðurlanda. Með yfirlýsingunni bregst Fredriksen við fréttaflutningi af skýrslu bandarískrar þingnefndar sem í liðinni viku varaði við því að bandarísk fyrirtæki ættu viðskipti við Huawei. Vegna tengsla við Kína vill þingnefndin meina að fyrirtækinu sé ekki treystandi fyrir uppbyggingu fjarskiptakerfa vestra. Orðspor Huawei er hins vegar gott, bæði hvað varðar tækni og þjónustu, líkt og íslensk fjarskiptafyrirtæki sem nota búnað frá Huawei hafa vitnað um. Fredriksen bendir á að öryggi upplýsingatækni sé lykilatriði í hönnun og þróun tækjabúnaðar fyrirtækisins. „Huawei notar stöðluð ferli til að takast á við öryggisvá í upplýsingatækni. Upplýsingaöryggi er þannig hluti af kjarnahugsun fyrirtækisins,“ segir hann og bendir á að vörur Huawei og lausnir séu í notkun hjá fjarskiptafyrirtækjum á öllum Norðurlöndum, og raunar um heim allan. „Huawei hefur ekki, og mun aldrei, hætta stöðu sinni og árangri, eða öryggi upplýsingakerfa viðskiptavina sinna með því að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum. Hvorki ríkisstjórnum, né neinum öðrum,“ segir Kenneth Fredriksen. - óká
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira