Stjórn hins virta Harvard háskóla í Bandaríkjunum rannsakar nú umfangsmikið prófsvindl meðal stúdenta skólans.
Yfir 100 af stúdentunum hafa verið ásakaðir um að aðstoða hvern annan í prófum við skólann með ólögmætum hætti. Fari svo að þessar ásaknir eigi við rök að styðjast er um að ræða mesta hneyksli í sögu Harvard í manna minnum.
Stúdentar þessir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti alvarlegar áminningar og jafnvel brotttrekstur úr skólanum.
