Innlent

Ákærður fyrir ellefu brot á umferðarlögum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Pjetur
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega þrítugum manni úr Vogum fyrir stórhættulegt aksturslag undir áhrifum fíkniefna sumarið 2010.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið mótorhjóli austur Reykjanesbrautina á 150 kílómetra meðalhraða, undir miklum áhrifum kannabisefna og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.

Samkvæmt ákæru flúði maðurinn undan lögreglu á allt upp undir 200 kílómetra hraða, tók fram úr bílum jafnt til hægri og vinstri þótt hvorugt mætti og stöðvaði ekki fyrr en hann var kominn út úr bílnum og á göngustíg meðfram Reykjanesbrautinni þar sem hann datt.

Hann er ákærður fyrir brot á ellefu ákvæðum umferðarlaga, auk annars. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×