Smithætta frá hreindýrum aldrei sönnuð 21. apríl 2012 10:00 Áhugamenn um flutning hreindýra til Vestfjarða ætla að setjast niður í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík klukkan tvö í dag. Fréttablaðið/vilhelm Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rannsóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra. Hópur áhugamanna um að koma upp hreindýrastofni á Vestfjörðum vill fá úr því skorið með rannsóknum hvort flutningi dýranna frá Austurlandi fylgi smithætta sauðfjársjúkdóma. Yfirdýralæknir útilokar flutning dýranna milli landshluta einmitt með þeim rökum, auk þess sem hann telur um dýraverndunarmál að ræða. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvíss, er einn áhugamanna um flutning hreindýra frá Austurlandi til Vestfjarða. Hann bendir á, fyrst af öllu, að meginrök yfirdýralæknis hafi aldrei verið sönnuð með rannsóknum. „Rökin eru að hreindýr gætu borið með sér sauðfjársjúkdóma. Það stendur ekkert að baki þessum fullyrðingum. Okkar vinna gengur því út á að fá úr því skorið hvort þetta sé gerlegt, og fjölmörg rök benda í þá átt.“ Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir að sín skoðun varðandi flutning dýranna hafi ekkert breyst hvað varðar sjúkdómahættuna. „En þetta byggir einnig á dýraverndarsjónarmiðum, því almennt held ég að menn telji að Vestfirðir henti ekki hreindýrum. Það er því dýraverndarmál að flytja dýrin á svæði þar sem þau ekki þrífast.“ Spurður um rannsóknaþáttinn telur Halldór að marktæk rannsókn á sjúkdómum í hreindýrum yrði dýr og tímafrek aðgerð, þar sem það taki langan tíma að koma í ljós hvort sjúkdómarnir séu fyrir hendi í dýrunum. Í dag sækja 4.000 skotveiðimenn um að fá að fella þúsund hreindýr á Austurlandi, þannig að eftirspurnin er mikil. „Kostirnir við að fjölga hreindýrum eru því ekki síst að slík aðgerð væri atvinnuskapandi,“ segir Sigmar. „Hvert dýr skilar í beinar og óbeinar tekjur um 300.000 krónum og helmingi meira ef um erlenda veiðimenn væri að ræða. Þetta myndi því styrkja ferðaþjónustu á til dæmis Vestfjörðum í um tvo mánuði utan hins hefðbundna ferðamannatíma.“ Sigmar, sem hafnar því að Vestfirðir henti ekki hreindýrum, segir um aðferðafræði rannsóknarinnar að sýnum yrði safnað í sumar, en upplýsingar um gróðurfar liggi að hluta til fyrir. Síðan yrði að flytja nokkur dýr vestur þar sem þau yrðu sett í einangrun. „Þegar sannað væri að þau væru heilbrigð yrði þeim sleppt og nýjasta tækni notuð til að ganga úr skugga um hvernig þeim reiðir af í náttúrunni. Þetta yrðu fyrstu skrefin.“svavar@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rannsóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra. Hópur áhugamanna um að koma upp hreindýrastofni á Vestfjörðum vill fá úr því skorið með rannsóknum hvort flutningi dýranna frá Austurlandi fylgi smithætta sauðfjársjúkdóma. Yfirdýralæknir útilokar flutning dýranna milli landshluta einmitt með þeim rökum, auk þess sem hann telur um dýraverndunarmál að ræða. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvíss, er einn áhugamanna um flutning hreindýra frá Austurlandi til Vestfjarða. Hann bendir á, fyrst af öllu, að meginrök yfirdýralæknis hafi aldrei verið sönnuð með rannsóknum. „Rökin eru að hreindýr gætu borið með sér sauðfjársjúkdóma. Það stendur ekkert að baki þessum fullyrðingum. Okkar vinna gengur því út á að fá úr því skorið hvort þetta sé gerlegt, og fjölmörg rök benda í þá átt.“ Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir að sín skoðun varðandi flutning dýranna hafi ekkert breyst hvað varðar sjúkdómahættuna. „En þetta byggir einnig á dýraverndarsjónarmiðum, því almennt held ég að menn telji að Vestfirðir henti ekki hreindýrum. Það er því dýraverndarmál að flytja dýrin á svæði þar sem þau ekki þrífast.“ Spurður um rannsóknaþáttinn telur Halldór að marktæk rannsókn á sjúkdómum í hreindýrum yrði dýr og tímafrek aðgerð, þar sem það taki langan tíma að koma í ljós hvort sjúkdómarnir séu fyrir hendi í dýrunum. Í dag sækja 4.000 skotveiðimenn um að fá að fella þúsund hreindýr á Austurlandi, þannig að eftirspurnin er mikil. „Kostirnir við að fjölga hreindýrum eru því ekki síst að slík aðgerð væri atvinnuskapandi,“ segir Sigmar. „Hvert dýr skilar í beinar og óbeinar tekjur um 300.000 krónum og helmingi meira ef um erlenda veiðimenn væri að ræða. Þetta myndi því styrkja ferðaþjónustu á til dæmis Vestfjörðum í um tvo mánuði utan hins hefðbundna ferðamannatíma.“ Sigmar, sem hafnar því að Vestfirðir henti ekki hreindýrum, segir um aðferðafræði rannsóknarinnar að sýnum yrði safnað í sumar, en upplýsingar um gróðurfar liggi að hluta til fyrir. Síðan yrði að flytja nokkur dýr vestur þar sem þau yrðu sett í einangrun. „Þegar sannað væri að þau væru heilbrigð yrði þeim sleppt og nýjasta tækni notuð til að ganga úr skugga um hvernig þeim reiðir af í náttúrunni. Þetta yrðu fyrstu skrefin.“svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira