4 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs 22. desember 2012 06:00 Ríkissjóður verður rekinn með 3,7 milljarða króna halla á árinu 2013 samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti á fimmtudag. Hallinn nemur 0,2 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF). Það er mikil breyting, en árið 2008 nam hallinn 14,6 prósentum af VLF og 9,3 prósentum árið 2009. Heildarútgjöld ársins 2013 nema 579,7 milljörðum króna. Helstu breytingar sem þingið gerði á frumvarpinu felast í 13 milljarða króna framlagi til Íbúðalánasjóðs. Framlagið er hins vegar ekki gjaldfært, en kallar á hækkun vaxtagjalda um 585 milljónir króna á næsta ári. Meirihluti fjárlaganefndar gerði breytingartillögur á frumvarpinu sem nema 3,9 milljörðum króna til hækkunar. Þar vógu þyngst breytingar á fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar: 800 milljónir til byggingar húss íslenskra fræða og 400 milljónir til uppsetningar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands. Samkvæmt frumvarpinu nema skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári 513 milljörðum króna. Sú tala gæti breyst þar sem tekjuhlið fjárlaganna ákvarðast í bandorminum, frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem samþykkja á í dag. Sala eigna á að skila 4,6 milljörðum króna til ríkisins. Á meðal þeirra eigna eru land ríkisins á Keldum, Keldnaholti og við Úlfarsá. Rætt var við lífeyrissjóðina fyrr á árinu um að þeir keyptu landið en frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal. Því benti allt til þess að uppbygging í Keldnaholti tefðist um fimm til fimmtán ár. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 3,7 milljarða króna halla á árinu 2013 samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti á fimmtudag. Hallinn nemur 0,2 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF). Það er mikil breyting, en árið 2008 nam hallinn 14,6 prósentum af VLF og 9,3 prósentum árið 2009. Heildarútgjöld ársins 2013 nema 579,7 milljörðum króna. Helstu breytingar sem þingið gerði á frumvarpinu felast í 13 milljarða króna framlagi til Íbúðalánasjóðs. Framlagið er hins vegar ekki gjaldfært, en kallar á hækkun vaxtagjalda um 585 milljónir króna á næsta ári. Meirihluti fjárlaganefndar gerði breytingartillögur á frumvarpinu sem nema 3,9 milljörðum króna til hækkunar. Þar vógu þyngst breytingar á fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar: 800 milljónir til byggingar húss íslenskra fræða og 400 milljónir til uppsetningar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands. Samkvæmt frumvarpinu nema skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári 513 milljörðum króna. Sú tala gæti breyst þar sem tekjuhlið fjárlaganna ákvarðast í bandorminum, frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem samþykkja á í dag. Sala eigna á að skila 4,6 milljörðum króna til ríkisins. Á meðal þeirra eigna eru land ríkisins á Keldum, Keldnaholti og við Úlfarsá. Rætt var við lífeyrissjóðina fyrr á árinu um að þeir keyptu landið en frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal. Því benti allt til þess að uppbygging í Keldnaholti tefðist um fimm til fimmtán ár.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira