Innlent

Fékk 50% álag á launin

BBI skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir var saksóknari Alþingis. Helgi Magnús Gunnarsson var henni til aðstoðar sem varasaksóknari Alþingis.
Sigríður Friðjónsdóttir var saksóknari Alþingis. Helgi Magnús Gunnarsson var henni til aðstoðar sem varasaksóknari Alþingis. Mynd/GVA
Ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari fengu greidd hálf laun til viðbótar við launin sem þeir þáðu fyrir landsdómsmálaferlin meðan þau stóðu yfir. Það er í samræmi við framkvæmdina þegar embættismenn gegna tveimur embættum tímabundið.

Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur um launakjör saksóknara.

Saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir, var kjörinn á þingfundi 12. október 2010 og starfaði, auk varasaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, meðan landsdómsmálaferlin stóðu yfir og allt til dómtöku málsins 16. mars. Á því tímabili fóru 52,1 milljónir króna í launakjör starfsmanna saksóknara Alþingis.

Sigríður var skipuð ríkissaksóknari 4. apríl 2011 og þáði eftir það hálf laun ásamt greiðslum fyrir starf saksóknara Alþingis. Helgi kom til starfa sem vararíkissaksóknari 25. nóvember 2011 og þáði eftir það hálf laun auk launanna fyrir landsdómsmálaferlin.


Tengdar fréttir

Saksóknari Alþingis kostaði 66,8 milljónir

Heildarkostnaður við embætti saksóknara Alþingis vegna landsdómsmálaferlanna gegn Geir H. Haarde var 66,8 milljónir króna. Í fjárlögum var gert ráð fyrir 36,4 milljóna króna fjárheimildum og því var keyrt fram úr áætlunum um 30,4 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×