Íslenski boltinn

Hannes Þór líklega lánaður til Brann

Hannes fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með KR.
Hannes fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með KR.
Allar líkur eru á því að Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, verði lánaður til norska félagsins Brann út apríl-mánuð.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti við Vísi í dag að samkomulag væri á höfn á milli KR og Brann um lánssamninginn.

KR-ingar vilja aftur á móti að það sé algerlega á hreinu að hann megi skipta aftur í KR er hann kemur heim og verði því löglegur með liðinu er Íslandsmótið hefst í maí.

Brann er í markvarðavandræðum og leitaði því til KR-inga. KR-ingum hugnast samkomulagið vel því Hannes ætti að koma til félagsins í flottu formi eftir nokkra leiki í norska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×