Fótbolti

Fimmtándi sigur Avaldsnes í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Arnþór
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eitt mark þegar að Avaldsnes vann 3-0 sigur á Fortuna í norsku B-deildinni í dag.

Þetta var fimmtándi sigur liðsins í röð á tímabilinu og er liðið nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða á næsta lið.

Avaldsnes á fimm leiki eftir á tímabilinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið vinni sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Björk Björnsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru allar í byrjunarliði Avaldsnes, rétt eins og Kristín Ýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×