Hætta framleiðslu á vinsælu geðklofalyfi 6. nóvember 2012 07:00 Hundruð geðklofasjúklinga á Íslandi nota Trilafon með góðum árangri. Það er jafnframt eitt ódýrasta geðklofalyfið á markaðnum, en framleiðslu á því verður hætt á næstunni. Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. „Lyfið er óumdeilanlega góður kostur við meðferð geðklofa og það er ekki hægt að fullyrða að nýrri lyf séu almennt betri,“ segir Magnús. Hann segir lyfið í raun það eina í sínum flokki sem hafi staðið sig svo vel í samkeppninni við nýrri lyf í langtímameðferð að það er enn í mikilli notkun hér á landi. MSD gaf þá útskýringu vegna framleiðslustoppsins annars vegar að aðrir meðferðarmöguleikar væru í boði og hins vegar að framleiðsla lyfsins væri flókin. „Það er erfitt að sjá hvers vegna framleiðslan ætti að vera flóknari í dag en fyrir rúmum 40 árum þegar lyfið kom fyrst á markað,“ segir Magnús. „Við hljótum þá að spyrja um ábyrgð lyfjaframleiðenda þegar lyf sem sannanlega er sýnt fram á að séu góður valkostur við alvarlegum sjúkdómum er nær fyrirvaralaust tekið af markaði.“ Ekkert samheitalyf verður sett formlega á markað eftir að Trilafon fer af markaði hér í byrjun næsta árs, en læknar geta sótt um undanþágulyfseðil hjá Lyfjastofnun vegna samheitalyfja fyrir sjúklinga sína. „Þetta getur verið meiriháttar mál fyrir fleiri hundruð einstaklinga sem hafa verið að nota þetta lyf lengi,“ segir Magnús. Arnþrúður Jónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri MSD á Íslandi, segir að samheitalyfið, sem er framleitt af Orion Pharma, hafi sama virka efni og Trilafon. Lyfjastofnun hafi gefið fyrirheit um að greiða leiðina fyrir lækna að fá undanþágulyfseðla vegna þess. „Það er verið að taka lyfið af markaði á heimsvísu,“ segir hún. „Auðvitað er skiljanlegt að það er erfitt fyrir sjúklinga að skipta um nafn á lyfjunum sínum, en það er því miður ekkert annað í stöðunni í þessu tilfelli.“ Trilafon í stunguformi verður áfram á markaði, sem og forðalyfið sem er gefið í stærri skömmtum. Um 3.000 einstaklingar þjást af geðklofa hér á landi. Algengustu einkennin eru ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflun og tilfinningaflatneskja. Lyfjameðferð með geðrofslyfjum er talin ein virkasta meðferðin við sjúkdómnum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. „Lyfið er óumdeilanlega góður kostur við meðferð geðklofa og það er ekki hægt að fullyrða að nýrri lyf séu almennt betri,“ segir Magnús. Hann segir lyfið í raun það eina í sínum flokki sem hafi staðið sig svo vel í samkeppninni við nýrri lyf í langtímameðferð að það er enn í mikilli notkun hér á landi. MSD gaf þá útskýringu vegna framleiðslustoppsins annars vegar að aðrir meðferðarmöguleikar væru í boði og hins vegar að framleiðsla lyfsins væri flókin. „Það er erfitt að sjá hvers vegna framleiðslan ætti að vera flóknari í dag en fyrir rúmum 40 árum þegar lyfið kom fyrst á markað,“ segir Magnús. „Við hljótum þá að spyrja um ábyrgð lyfjaframleiðenda þegar lyf sem sannanlega er sýnt fram á að séu góður valkostur við alvarlegum sjúkdómum er nær fyrirvaralaust tekið af markaði.“ Ekkert samheitalyf verður sett formlega á markað eftir að Trilafon fer af markaði hér í byrjun næsta árs, en læknar geta sótt um undanþágulyfseðil hjá Lyfjastofnun vegna samheitalyfja fyrir sjúklinga sína. „Þetta getur verið meiriháttar mál fyrir fleiri hundruð einstaklinga sem hafa verið að nota þetta lyf lengi,“ segir Magnús. Arnþrúður Jónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri MSD á Íslandi, segir að samheitalyfið, sem er framleitt af Orion Pharma, hafi sama virka efni og Trilafon. Lyfjastofnun hafi gefið fyrirheit um að greiða leiðina fyrir lækna að fá undanþágulyfseðla vegna þess. „Það er verið að taka lyfið af markaði á heimsvísu,“ segir hún. „Auðvitað er skiljanlegt að það er erfitt fyrir sjúklinga að skipta um nafn á lyfjunum sínum, en það er því miður ekkert annað í stöðunni í þessu tilfelli.“ Trilafon í stunguformi verður áfram á markaði, sem og forðalyfið sem er gefið í stærri skömmtum. Um 3.000 einstaklingar þjást af geðklofa hér á landi. Algengustu einkennin eru ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflun og tilfinningaflatneskja. Lyfjameðferð með geðrofslyfjum er talin ein virkasta meðferðin við sjúkdómnum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent