Tónlistarfólk sektað fyrir utan Hörpu 6. nóvember 2012 07:00 Fram hjá þessum merkingum óku tónlistarmennirnir inn á bryggjuna austan við Hörpu. fréttablaðið/gva „Óánægjan með óliðlegheit bílastæðavarða og annarra er gríðarlega mikil í okkar hópi,“ segir Frank Arthur Blöndal Cassata, gítarleikari hljómsveitarinnar Nóru og einn af tugum tónlistarmanna sem fengu stöðubrotssekt fyrir utan Hörpu um helgina á meðan þeir ferjuðu hljóðfæri og búnað inn í tónlistarhúsið þar sem hátíðin Iceland Airwaves fór fram. Frank segir tónlistarmenn marga hverja hafa lagt við fjærenda bryggjunnar austan megin Hörpu, og borið búnað sinn inn um vörumóttöku sem þar er. „Þar var mörgum bílum lagt snyrtilega og hvergi augljóst að ekki væri um bílastæði að ræða.“ Hann segir tónlistarmenn marga hafa lært það af biturri reynslu að skilja dýran búnað ekki við sig, og því hafi ekki komið til greina að stökkva inn um dyrnar með hann og færa svo bílinn. „Heldur þurftum við að ganga með hann langan spöl um ranghala Hörpu, þar til allt var komið í öruggt skjól hjá sviðsmönnum baksviðs. Þetta ferðalag tekur margar mínútur, að skrifa stöðumælasekt tekur fáar mínútur.“ Þegar út var komið hafi verið búið að sekta bíl hans, og það sama hafi átt við um marga aðra. „Okkur var sagt af stöðumælaverði að húsvörður Hörpu hefði lagt lykkju á leið sína til að hringja þá út til að sekta,“ bætir hann við. Þessu vísar Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, á bug. „Að við séum að siga stöðumælavörðum á bíla hér fyrir utan, ég tala nú ekki um okkar ágætu viðskiptavini þegar þeir eru að bera inn sín hljóðfæri, það er bara tóm vitleysa. Ég heyrði þessa sögu líka og spurðist fyrir um þetta,“ segir Halldór. „Þetta hefur ekkert með okkur að gera, þetta er ekki einu sinni okkar umráðasvæði. Bílastæðasjóður gerir þetta alveg af sjálfsdáðum. Einu skiptin sem við ömumst við þessu er þegar fólk leggur fyrir framan brunahana.“ Frank segir að mönnum sé nú ljóst að þarna sé ólöglegt að leggja. Hins vegar þurfi að merkja svæðið betur. Nokkrir tónlistarmannanna hafi sent andmæli til Bílastæðasjóðs vegna sektanna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segist reglulega fá beiðnir frá starfsmönnum Hörpu um að koma og sekta þar bíla. Hún viti hins vegar ekki hvort svo hafi verið í þessu tilviki. „Það er bara bannað að leggja þarna. Það eru skilti við innganginn á svæðið sem eiga að vera mjög áberandi,“ segir hún. „Við erum ekkert sérstaklega að herja á tónlistarunnendur frekar en fótboltaunnendur. Við eigum bara að sjá til þess að þetta sé í lagi. Það eru allir jafnir – hvort sem þeir eru tónlistarmenn eða bara ég og þú niðri í bæ,“ segir Kolbrún. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Óánægjan með óliðlegheit bílastæðavarða og annarra er gríðarlega mikil í okkar hópi,“ segir Frank Arthur Blöndal Cassata, gítarleikari hljómsveitarinnar Nóru og einn af tugum tónlistarmanna sem fengu stöðubrotssekt fyrir utan Hörpu um helgina á meðan þeir ferjuðu hljóðfæri og búnað inn í tónlistarhúsið þar sem hátíðin Iceland Airwaves fór fram. Frank segir tónlistarmenn marga hverja hafa lagt við fjærenda bryggjunnar austan megin Hörpu, og borið búnað sinn inn um vörumóttöku sem þar er. „Þar var mörgum bílum lagt snyrtilega og hvergi augljóst að ekki væri um bílastæði að ræða.“ Hann segir tónlistarmenn marga hafa lært það af biturri reynslu að skilja dýran búnað ekki við sig, og því hafi ekki komið til greina að stökkva inn um dyrnar með hann og færa svo bílinn. „Heldur þurftum við að ganga með hann langan spöl um ranghala Hörpu, þar til allt var komið í öruggt skjól hjá sviðsmönnum baksviðs. Þetta ferðalag tekur margar mínútur, að skrifa stöðumælasekt tekur fáar mínútur.“ Þegar út var komið hafi verið búið að sekta bíl hans, og það sama hafi átt við um marga aðra. „Okkur var sagt af stöðumælaverði að húsvörður Hörpu hefði lagt lykkju á leið sína til að hringja þá út til að sekta,“ bætir hann við. Þessu vísar Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, á bug. „Að við séum að siga stöðumælavörðum á bíla hér fyrir utan, ég tala nú ekki um okkar ágætu viðskiptavini þegar þeir eru að bera inn sín hljóðfæri, það er bara tóm vitleysa. Ég heyrði þessa sögu líka og spurðist fyrir um þetta,“ segir Halldór. „Þetta hefur ekkert með okkur að gera, þetta er ekki einu sinni okkar umráðasvæði. Bílastæðasjóður gerir þetta alveg af sjálfsdáðum. Einu skiptin sem við ömumst við þessu er þegar fólk leggur fyrir framan brunahana.“ Frank segir að mönnum sé nú ljóst að þarna sé ólöglegt að leggja. Hins vegar þurfi að merkja svæðið betur. Nokkrir tónlistarmannanna hafi sent andmæli til Bílastæðasjóðs vegna sektanna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segist reglulega fá beiðnir frá starfsmönnum Hörpu um að koma og sekta þar bíla. Hún viti hins vegar ekki hvort svo hafi verið í þessu tilviki. „Það er bara bannað að leggja þarna. Það eru skilti við innganginn á svæðið sem eiga að vera mjög áberandi,“ segir hún. „Við erum ekkert sérstaklega að herja á tónlistarunnendur frekar en fótboltaunnendur. Við eigum bara að sjá til þess að þetta sé í lagi. Það eru allir jafnir – hvort sem þeir eru tónlistarmenn eða bara ég og þú niðri í bæ,“ segir Kolbrún. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira